Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Síða 7

Sameiningin - 01.10.1906, Síða 7
með spázíu-viðaukunum er býsna rnikið mál og að lengdinni til ekkert aðgengilegra fyrir unglinga en hinar eldr'i barnalær- dómsbœkr vorar. Flest er þar rétt skýrt eða á líkan hátt og tíðkazt hefir í kirkju vorri. í kaflanum um friðþæginguna er þó svo að otðf komizt: „Þú fnðþœgöir alla við föðurinn $>inn.“ En hin kristilega málvenja er samkvæmt heilagri r’ithing að komast svo að orði, að Jesús hafi friðþægt guð við oss menn'ma. Annar galli á ,,kveri“ þessu er þó lakari — sá, að þar er þegjandi gengið frarn hjá sumum mikilvægum atriðum í efni kristinnar trúar og kristins siðalærdóms. Þannig einkum því, sem guðs orð kennir urn fordœminguna, og að miklu leyti því, aem þar er kenint um syndir á móti sjötta boðorðinu. Að þvi er hið fyrra þessara atriða snertir er þó i eitt skifti eða jafnvel tvisvar minnzt á „eilífan dauða“, en langt um of lauslega. Skyldure- gistrið í siðalærdómnum er þreytandi, og þó er margt þar ótalið^ sem fremr var ástœða til að benda á, en sumt af því, er talið er. Ti! boðorðanna tíu í lögmálmu gamla guðlega hefði miklu skýrar þurft að benda en gjört er. Og yfir höfuð að tala finnst oss efnisskiftingin í hinum síðara meginþætti frœða-kvers þessa ruglingsleg og nærri því eins og af handahófi eða út í bláinn. En skiftinguna sýna þessar fyrirsagnir í þeim hluta kversins: „Innri guðsdýrkun", „ytri guðsdýrkun“, „almennar lífsregiur kristins manns“, „sérstakar lifsreglur kristms manns“, „kær- leikr til náungans", „sérstakar líknarskyldur“, „skyldur við dýrin“, „skyldur, er leiðir af stöðu vorri“, „heimilislífið", „kristilegt fálagslif.“ Af skýrslu-ágripi því, er nú birtist hér, geta lesendr „Sam- ein:ngarinnar“ gjört sér r.okkra hugmynd urn líknarstarfsemina í Fyrsta lúterska söfnuði í Wrnnipeg, sem þar er rekin af hálfu djáknanefndarinnar, og þá fyrst og fremst um meginþáttina i bví verki af hálfu systur Jóhcnnu Hallgrímsson. Og mun öll- unr verða ljóst, að í persónu hennar að minnsta kosti er djákna- embættið nrjög fjarri þvi að vera nafnið tómt. Systir Jóhanna hóf i drottins nafni starf sitt hjá Fvrsta lút. söfnuði 18. Júní á, síðastliðnu sumri. Frá þeim tíma til loka Septembermánaðar voru heimsóknir hennar meðal íslend- inga í Winnipeg — ekki að eins meðal safnaðarfólksins, heldr líka fyrir utan söfnuðinn — 320, nærri því undantekningar- laust hjá sjúku, vesölu og fátœku fólki. 22 nætr hefir hún á sama tímabili vakað hjá sjúklingum. 23 hálfa daga unnið að því að hjúkra sjúkum og 18 heila daga. Baðanir hefir hú.i

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.