Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1906, Page 26

Sameiningin - 01.10.1906, Page 26
250 Þegar illa er fariö með æskuna og æfina, þá er ellin gerð Jjunglynd. Og það er von, aö hún verði þá þunglynd — ellin. Líklega Jtykir ykkur þá vænna um vorið, börn, en hausti'ð — káta, kvika vorið með nýungunum mörgu, sem það færir ykkur. Ykkur finst þið vera i ætt við vorið — það vera eins- konar frændi ykkar. Og ykkur þykir vanalega vænt um frænd- urna ykkar og frænkurnar. Og ef þið ættuð að velja um vorið eða haustið, þá mynduð þið sjálfsagt kjósa heldur vorið. Og þegar þið hugsið um kuldann, sem kemur með haustinu, og að kuldinn rekur ykkur inn i hús, og að þið getið ekki verið úti e’ins mikið og áður, þá kjósið þið ykkur heldur, að einlægt sé vor. Og þegar þið hugs- ið utn það alt, sem haustið tekur frá ykkur—blómin og grös- in og blöðin á trjánum og löngu dagana og hlýindin — þá viljið þið helst, að haustið kæmi aldrei. Og ykkur finst þá að haustið muni vera slæmt. En haustið kemur samt. Það er ekki til neins áð nöldra um það eða malda í móinn og segja við mömmu: „Mamma, eg vil ekki haustið! Það má ekki koma!“ Haustið kemur á- reiðanlega — einu sinni á hverju ári. En ekki til þess að vera slæmt við ykkur. Því haustið er ekki slæmt. Þið skiljið ekki haustið, ef þið haldið, að það vilji vera slæmt v'ið ykkur. Það vll það alls ekki. Það er eitt, sem það vill segja ykkur og kenna ykkur. Og það þurfið þið endilega að læra. Hvað haldið þið þáð sé? Eg skal segja ykkur það, ef þið viljið taka eft'ir. Takið nú eftir! Já, það er gaman að horfa framan í ykkur núna — horfa inn í hýru augun fallegu á ykkur, bláu, gráu og brúnu, sem mæna svo vonarlega og segja svo skemtilega: „Segðu okkur það þá! Við hlustum öll á!“ Ilvaö haustiö scgir. Þegar haustið kemur og blómin fölna og grös'in og blöðiu á trjánum, og dagarnir styttast og kólna—, þá hættir fólki við að segja: „Svona er alt breytilegt og hverfult. Hið fagra varir stutta stund. Það fölnar, deyr og hverfur. Þetta er sorglegt! Og haustið vekur sorgar-hugsun.“ „Nei!“—segir haustið. „Eg flyt engan sorgar-boðskap. Og þaö er engin hrygð yfir mér. Eg er hýrt á svipina og eg vek engar sorgar-hugsanir, nema hjá þe'im, sem illa hafa farið rneð „vorið“ og „sumarið“ sitt. Það er þeim að kenna. þegar sorg vaknar hjá þeim við að sjá mig. Þegar blómin fölna og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.