Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 28
kveöja heim sem kristnum ber.“ Það er hjartnæmt, iag og orkti Bergreen, tónskáldiö danska, lagiö viö þessi ljóö. Læriö nú lagið og ljóðin. SV ALADRY KKU RINN. (Úr ensku.J „Geröu svo vel, Anna, og geföu mér postulíns-bollann minn“—sagði Dísa litla. Hún kom að utan, og hafði átt i stríöi viö aö lesa í nýju myndabókinni sinni. Anna var aö taka hýöiö af ertum fyrir miödagsveröinn og vildi ekki láta ónáða sig. „Hvaö ætlarðu aö gera með bolla —spuröi hún önug. „Eg ætla að gefa gömlum manni að drekka.“ „Þú getur þá tekið ausuna." „Nei. Ausuna get eg ekki brúkaö. Eg þarf aö fá bollann minn. Og eg þarf aö flýta mér — óttalega aö flýta mér“ — sagði Dísa, og hermdi eftir Tuma, bróður sínum. „Eg læt ekki nein uppátæki þín tefja fyrir mér“—svarar Anna,, og keppist við i ákafa. „Eg þarf líka aö flýta mér. Ert- urnar þœr arna ættu aö vera komnar í pottinn. Þess utan —• hvaða karl -er þetta? Ef mamma þín væri heima, þá held eg tkki hún myndi leyfa þér að gef hvaða karli, sem kæmi, að drekka úr bollanum þínum. Líklegast er þessi karl flæking- ur.“ „Nei, hann er enginn flækingur! Hann er læ’s’einu.“ „Læ’s’einn!"—át Anna eftir, og fór að skellihlæja. „Hvaö er þaö ?“ „Veistu þaö ekki? Pabbi las um þá í biblíunni. Það eru þjónar Jesú. Og hann v'ill, að fólk gefi þeim gott kalt vatn að drekka, þegar þeir eru þyrstir.“ „Þaö er það sama! Eg get ekkert gert við því“—sagðii Anna. „Eg get ekki verið aö hlaupa einlægt frá verkinu mínu, til þess að sinna hverju sem er. Taktu ausuna, ef þú endilega þarft aö gefa honum að drekka.“ „Æ, góða“—sagði Dísa. „Eg sagði þér, að eg gæti ekki brúkað ausuna. Þaö stendur bolla* Og eg vil fá fallegasta bollann minn — þann með l'itla fuglinum á. Æ, gerðu þetta! Náðu honum fyrir niig!“ *) í biblíu-þýöingunni ensku stendur cup, bolli. bikar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.