Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1959, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.12.1959, Qupperneq 3
Sameiningin ------------------------------- A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders Published by THB EVANGELICAL LUTHERAN SYNOD OE NORTH AMERICA Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 7 57 Home St., Winnipeg: 3, Manitoba Séra Jón Auðuns dómprófaslur, Heykjavík: Stjarnan En er þeir höfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan, sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim, þar til er hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var. Matt. 2, 9. Guðspjallsorðin bregða upp fyrir oss mynd, sem á bernskujólum, hjá föður og móður, var oss kær. Vitring- arnir þrír, sem hugmyndaflug barnsins hafði búið skrúð- klæðum, skarti gulls og dýrra steina, þokast áfram á langri leið, og fegurð ævintýranna er yfir ferðalagi hinna þriggja manna. Rökkrið hindrar þá ekki, næturmyrkrið bannar þeim okki för, því að blikandi stjarna fer fyrir þeim, og henni fylgja þeir. Gegn um ríkar borgir og auðsæl lönd, yfir mannauða sanda og endalausar eyðimerkur hefir leið þeirra legið. Stjarnan vísar veg að leiðarlokum, og hún nemur staðar yfir nýfæddu barni. Hvílík vegferð! Að ferðast yfir auðugar borgir og lönd, fram hjá höllum konunganna og lærdómssetrum og spek- inganna, yfir álfur og endalausar auðnir til þess eins, að eiga leiðarlok hjá litlu barni. Myndin fær sína fullu merking, ferðin sitt stórkostlega markmið, þegar þess er gætt, að í barninu, sem stjarnan staðnæmdist yfir, býr vaxtarhæð alls þess, sem fegurst liefir verið hugsað á jörðu, hámark þess heilagleika, sem á iörðu hefri birzt, vaxtarbroddur þeirrar vizku, sem mann- legur hugur getur gripið. Enginn svo fagur draumur hefir á jörðu fæðzt um Guð eða mann, að hann bendi ekki til barnsins í jötunni. Engin von svo heilög, að hún finni ekki

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.