Sameiningin - 01.12.1959, Side 5
Sameiningin
3
Ef vér fylgjum henni einni og hið innra manngildi vex
ekki í réttu hlutfalli við hina ytri tækni, glötum vér gleð-
inni yfir árangri vísindanna, missum hæfileikann til að
finna lífsnaum og gleði af hinni ytri velgengni. Þá hrynur
húsið eins og fánýt spilaborg og vér gjörum þá uppgötvun,
?em Ibsen lætur frú Alving gjöra í Afturgöngunum, að allt,
sem vér byggðum á, var vélsaumur, sem raknar upp.
Slíkt væri nægilega ömurleg örlög, og þó geta beðið vor
ónnur örlög og verri, ef vér horfum á stjörnu vísindanna
og fylgjum henni einni, en vanrækjum að rækta manninn,
sem ber vald vísindanna í hendi sér. Sú hætta ætti að vera
oss augljós. Vér sjáum nógu mikið af henni í dag til þess.
Til hvers höfum vér brotizt áfram þessa blóðugu braut,
gegn um áþján, kúgun og kvöl, ef halda skal áfram á þeim
vegi, sem nú er farinn, að þjálfa heilann á kostnað hjart-
ans, gera hnefann æ stæltari, án þess að hirða um manninn,
sem hnefann reiðir, fá honum stöðugt ægilegra vald í hend-
ur, án þess að huga um ræktun samvizku hans og sálar? Þá
er sú hætta fyrir dyrum, að sú stóra framtíð, sem stjarna
vísindanna er reiðubúin að leiða oss inn í, reynist ekki
aðeins fánýt blekkingaveröld, heldur hrynji yfir oss, — og
þá ekki sem hrannir hafs, heldur holskeflur blóðs og tára.
Er þá engin leið út úr þessum ægilegu ógöngum? Eru
öll ljós villuljós? Lýsir engin stjarna lengur?
Stjarnan logar, ef vér viljum sjá hana. Stjarnan sama,
sem lýsti vitringunum leið gegn um veglausar víðáttur eyði-
markanna, að lágri jötu, þar sem hvíldi lítið barn.
Það sem vér megnum ekki með öll vor vísindi, atom-
uppgötvanir, vetnissprengjur og vald, það megnar barns-
höndin veika. Hún er þess megnug að beina hættunni burt.
Hvert mun stjarna Krists leiða oss? Hver er vegurinn?
Vegurinn er sá, sem lagður var fyrir 19 öldum. Hver vill
ganga þann veg? Er það talið viturlegt að ganga hann?
Merkilegur sjónleikur er til eftir Somerset Maugham.
Maður nokkur hafði fundið þennan veg, og þrunginn gleði,
sem hann hafði aldrei áður þekkt, gleði sálarfriðarins, gekk
hann veginn. En þeir, sem fylgdu stjörnu vísindanna á jörð-
inni, dæmdu manninn geðveikan, og dauðinn kom á síðustu
stundu og leysti hann frá því að verða lokaður inni í geð-
veikrahæli ævilangt.
í þessum harmleik, þessari sterku ádeilu, er skáldið að