Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1959, Side 14

Sameiningin - 01.12.1959, Side 14
12 Sameiningin vegar getið, að hún hafi verið fríðleiks kona, óeigingjörn, og að hún hafi viljað öllum gott gera. Bjuggu þau hjón um margra ára skeið við góð efni og mikla risnu að heimili sinu í Pembína, þar sem Stefanía ólst upp, og þótti hún snemma mjög glæsilegur kvenkostur. Ung að aldri giftist hún séra Jónasi Ara Sigurðssyni (.1865—1933) frá Litlu-Ásgeirsá í Húnavatnssýslu. Eins og kunnugt er, var séra Jónas einn hinn fjölhæfasti gáfumaður, sem uppi hefir verið með Vestur-íslendingum, og varð þjóð- kunnur sem ræðuskörungur og skáld. Frú Stefanía sómdi sér vel við hlið þessa andlega afburðamanns. Spor þeirra lágu víða um byggðir vorar: í Dakota, vestur við Kyrrahaf, í Saskatchewan, og svo síðast hér í Manitoba. Og það hefir ekki fennt í spor þeirra. Þeir, sem enn eru á lífi af sam- ferðasveit þeirra, minnast þeirra með aðdáun og þakklæti. Menn minnast séra Jónasar, hins sérstæða persónuleika, hins mikla ættjarðarvinar, þess manns, sem einna bezt vald hefir haft á íslenzkri tungu á meðal vor, bæði í ræðu og riti. Menn minnast frú Stefaníu ekki síður, sakir fríðleika, prúðmennsku og glæsilegrar framkomu hennar. Hún var sál hússins, það var fögur og göfug sál, frá henni stafaði mildur bjarmi, sem klæddi umhverfið birtu og yl. Alls staðar kom hún fram til góðs, bæði utan húss og innan. Sælir eru hjarta- hreinir. Sælir eru friðflytjendur. Sælir eru hógværir og miskunnsamir. Þeir, sem þekktu frú Stefaníu bezt, setja eins og ósjálfrátt þessi ummæli frelsarans í samband við ævi hennar og starf. Þau hjón eignuðust þrjú efnileg og vel gefin börn. Eru þau Theodór, fyrrum prestur í Selkirk og víðar, Jón, læknir í Los Angeles, og Elín, kona Hannesar Kjartanssonar, ræðis- manns í New York, og þar andaðist hún 19. sept. s. 1. Fyrir þrjátíu og sex árum kvað séra Jónas fagurt ljóð við líkbörur tengdamóður sinnar; vil ég nú láta hann kveðja konu sína með nokkrum ljóðlínum úr þessu kvæði, í nafni okkar allra, og heilsa henni um leið í hásölum eilífðarinnar, þar sem þau mætast nú á ný: Á himni og jörð er heilagt orð, sem hneigja englar góðir, — og allir menn um alla storð, en orðið það er: móðir ...

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.