Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1959, Side 15

Sameiningin - 01.12.1959, Side 15
Sameiningin 13 Sá ylur, sem vermdi okkar þjóð, var ylur frá móður hjarta.— Þú áttir þá helgu himins glóð, — það helgilín bezt mun skarta. — í lífinu þörf og ljúf og góð — þú látin átt framtíð bjarta. Þú þerraðir móðir, margra tár, — við megum því ekki gráta. Sem móðir og kona öll þín ár þú allt vildir blessað láta, því hefjum í þökk til himins brár, nú hrellir ei dauðans gáta. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn yfir hörmum jarðlífsins, yfir gröf og dauða. Lík frú Stefaníu var flutt til Selkirk til greftrunar og jarðsett við hlið manns hennar í grafreit safnaðarins, sem hann þjónaði síðast. Þrír prestar tóku þátt í kveðjuathöfn- inni, þeir séra Edward Day, núverandi prestur Selkirk- safnaðar, séra Eric H. Sigmar, forseti isl. lúterska kirkju- félagsins, og séra Valdimar J. Eylands, sem flutti kveðju- rnál þau á íslenzku, sem prentuð eru hér að framan. Söng- fiokkur safnaðarins söng íslenzka sálma. Líkmenn voru þeir Jón Eiríksson, Grímur Eyman, Sam Goodman, Kristinn Goodman, Gunnlaugur Jónsson og Jón Ingjaldsson, en allir voru þessir menn safnaðarráðsmenn og nánir samverka- roenn og vinir þeirra séra Jónasar, á starfsárum þeirra í Selkirk. Bréf til Sameiningarinnar Morden, Man., 8. október 1959. Mér hefir oft dottið í hug að skrifa fáein orð héðan og þakka fyrir Sameininguna, og um leið óska henni til ham- ingju í framtíðinni. Það er merkilegt, að þetta íslenzka kirkjublað okkar kemur enn þá út eftir öll þessi mörgu ár. Mikið hafa ritstjórar og ráðsmenn lagt á sig, enda er þar að finna gullnámu, ef við viljum nota okkur þann fjársjóð!

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.