Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1959, Side 17

Sameiningin - 01.12.1959, Side 17
Sameiningin 15 Nú fyrir þremur árum var stofnaður lúterskur söfn- uður í Morden af Rev. Robert Fedde frá Colorado, sem tilheyrir E.L.C. Hann og fjölskylda hans eru nú farin til Suður-Ameríku, en Rev. Ralph Odegard frá McLaughlin, Alberta, glæsilegur ungur maður, er nú tekinn við. Sumir spyrja: „Er ekki bezt að sameinast þessum söfn- uði áður en langt líður?“ Framtíðin er í Guðs hendi! Með vinsemd og virðingu, Louisa G. Gíslason Valdimar J. Eylands: Lífið eftir dauðann samkvæmt gyðinglegum og krisiilegum skoðunum (Erindi flutt á ensku, á kirkjuþingi í Selkirk, 1959.) I. Þrjár spurningar liggja til grundvallar trúarbrögðum og heimspeki: Hvaðan? Hvers vegna7 Hvert? Er menn spyrja þannig, í þessum fræðigreinum. hafa þeir í huga ævi mannsins hér á jörð, og væntanleg örlög annars heims. Hvaðan komum vér? Hver er tilgangur jarðlífsins? Hver munu örlög mannsins í öðru lífi, ef um slíkt er að ræða? Kristnir menn halda því fram, að biblían svari þessum spurningum, og að svar hennar sé ljósara og áreiðanlegra á cúlan hátt en svör annarra bóka, sem íjalla um trúarbrögð. Kristnir menn trúa því, að svörin, sem biblían gefur við þessum spurningum hafi verið opinberuð, að Guð hafi gjört þessi efni lýðum ljós, á þann hátt sem höfundur Hebrea- bréfsins bendir til, er hann segir: „Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spámannanna, hefir hann í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn .. .“ (1:1). Eins og sjá má af þessum ummælum Hebreabréfsins, var þessi opinberun ekki öll gefin á einum stað og tíma, heldur er hér um langa þróun að ræða. Sú þekking, sem vér

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.