Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1959, Page 19

Sameiningin - 01.12.1959, Page 19
Sameiningin 17 um framhaldslífið því í engu verulegu frábrugðnar heiðnum samtíðarhugmyndum. En er aldir liðu, nánar tiltekið um 800 f. K., skýrðist guðshugmynd Gyðinga og varð smám saman háleitari, en um leið tóku hugmyndir manna um lífið eftir dauðann einnig miklum breytingum. Nú hugsuðu menn sér Jahve ótakmarkaðan í valdi sínu og réttlæti; hann var ekki lengur herra aðeins eins lands eða þjóðar, heldur allra þjóða, ekki aðeins hér á jörð, heldur og um víða veröld, að dauðra- rikinu meðtöldu. Um svipað leyti þróaðist meðvitundin um það að hinn rangláti líði nauð, en fyrst lengi var þó þessi endurgjaldshugmynd sett í samband við örlög þjóða fremur en einstaklinga. Það var ekki fyrr en á dögum þeirra spámannanna Jeremíasar og Ezekíels að menn tóku að hugsa sér, að Jahve léti sig kjör einstaklingsins nokkru skipta. Allir menn til- iieyra Guði, og eru tilorðnir fyrir hans náð. „Mínar eru sálirnar allar,“ segir Ezekíel fyrir munn Drottins. Hér er nýtt mat fram komið á manninum (Ezekíel 18:4). Einstakl- ingshyggja Ezekíels varð svo, með nokkrum breytingum, hin ríkjandi trúarskoðun Gyðinga, og varð hún túlkuð á mismunandi hátt í tveimur alþýðlegum ritum, Sálmunum og Orðskviðunum. En þessi kenning um alræðisvald Jahve, réttlæti hans cg hlutdeild í kjörum fólks fékk ekki auðveldlega samrýmst daglegri reynslu manna. Eða var Jahve ef til vill eitthvað svipaður einræðisherrum þeirrar tíðar, sem veittu sumum þegnum sínum góðar gjafir, ef létu sig hins vegar litlu skipta, ef aðrir liðu þrautir og skort að ástæðulausu? Margir þeirra, er reyndu að kryfja rök lífsins til mergjar, voru óánægðir með þessa kenningu, og kemur þessi óánægja einkum fram í tveimur ritum Gamla testamentisins, Jobs- bók og Prédikaranum. Prédikarinn er ákaflega bölsýnn. Að skoðun þessa höfundar er líf einstaklingsins hégómi einn, og ekki nóg með það, það er bæði ranglátt og þýðingar- laust með öllu. Það er enginn munur á lífskjörum hins réttláta og rangláta, og ekki heldur að því er virðist á kjör- um mannsins og skynlausrar skepnu. Um leið og á þetta er minnzt, er ekki úr vegi að minnast þess, að margir nútíma- menn telja Prédikarann hafa fullkomlega á réttu að standa í skoðun sinni á mannlífinu, og haga þá líka lífi sínu sam-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.