Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1959, Side 24

Sameiningin - 01.12.1959, Side 24
22 Sameiningin tók alveg af skarið í þessu efni; reynslan var fengin, hér komu nú engar draumsýnir eða bollaleggingar framar til greina. Upprisukenningin er uppistaðan í öllum bréfum Páls, og er 15. kapitulinn í fyrra Korinþubréfinu sá kafl- inn um þetta efni, sem er almenningi bezt kunnur. Ein- hverjir í Korinþuborg töldu það hæpið, að upprisa Krists gæti verið veruleiki. Páll skrifar þeim rækilegt bréf, þar sem hann svarar mótbárum þeirra, og ber þar fyrir sig vitnisburð fjölda áreiðanlegra manna. Síðan tekur hann að rökræða upprisukenninguna almennt og sýnir fram á, hvernig upprisa Jesú og lærisveina hans á öllum öldum stendur í nánu sambandi. Það er ekki hægt að rengja upp- risu Jesú; hún er staðfest með traustari rökum en svo, að þar verði á móti mælt, en upprisa hans er trygging fyrir ódauðleika og upprisu manna yfirleitt. Með upprisu sinni varð Kristur frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru, hann varð með dauða sínum og upprisu lífgjafi nýrrar kynslóðar, þeirra sem „eru í Kristi“, eins og hann orðar það. Hann lifir, og vér munum lifa. Því næst talar hann um, hvernig þetta megi verða, og um eðli og upprisu líkamans. Hann notar samlíkinguna um hveitikornið. Vér sáum örlitlu frækorni, en uppskerum þroskaða plöntu. Móðir náttúra elur margvíslega líkami við brjóst sér. Þannig er það einnig í upprisunni. Hold- legur líkami er grafinn í jörð, andlegur líkami rís frá moldu. Hvers konar andlegur líkami? Svipaður þeim, sem Jesú íklæddist eftir upprisuna. Hvers konar samband var á milli bins jarðneska líkama Krists og upprisulíkama hans? Jarðneski líkaminn breyttist á svipstundu í upprisunni og varð dýrðlegur. Kenning Nýja testamentisins um lífið eftir dauðann, virðist í stuttu máli vera á þessa leið: Vitundarlíf mannsins heldur áfram eftir dauðann, og kristnir menn njóta sælu- ríkra samvista við Drottin og þá, sem þeir hafa. elskað cg misst. En þeim er áfátt í einhverjum eiginleika, sem veitist ekki fyrr en með upprisunni, þegar dýrðlegur líkami verður gefinn í stað hins jarðneska. Upprisulíkaminn verður ekki sá sami og núverandi líkami vor, því að, eins og Páll posuli kemst að orði, „sáð er í veikleika en upprís í styrk- leika, það er sáð náttúrlegum líkama en upprís andlegur ]íkami“. En samt verður eitthvert það samband milli líkam-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.