Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 4
180 hag eða frama: þar sem Guð vildi að hann hjálpaði fólkinu, þangað fór postulinn tafarlaust og lagði sig allan fram. Þessi einlægni Páls var gjörð að umtalsefni fyrir nokkr- um árum í dálítilli grein í blaðinu Canadian Churchman. Finst höfundinum, eins og satt er, að oft hafi þjónum kirkj- unnar tekist afar-laklega að fara eftir dæmi postulans í þessu. Hann segir, að ef Páll frá Tarsus hefði haft sama hugarfar eins og sumir orðsnjallir og glæsilegir kirkju- S'körungar nú á. dögum, þá hefði hann ekki verið svona fljótur á sér að' hefja -för til Makedóníu. Hann hefði tekið margt fleira með í reikninginn, heldur en þetta hugboð sitt um vilja Guðs. Líklega beðið í nokkra daga, og síðan skrifað Makedóníu-manninum á þessa leið: — “Kæri vinur og bróðir: — Þú manst líklega eftir til- boðinu sem þú gjörðir mér um daginn, um að eg kæmi yfir til Makedóníu og hjálpaði fólki þar. Þú fyrirgefur mér þó eg segi þér hreinskilnislega, að mig hálfpartinn furðar á því að þú skulir ætlast til þess af manni, sem náð hefir því áliti sem eg hefi náð í kirkjunni, að eg í fullri alvöru geti tekið slíka köllun til greina, án frekari upplýsinga. Það er ýmislegt, sem mig langar til að vita, áður en eg ræð þetta við mig; og þætti mér vænt um ef þú sendir mér línu, hingað til Troas, og gæfir mér fullar upplýsingar. Fyrst og fremst vildi eg vita hvort þetta starf í Make- dóníu yrði í bæjum eða úti í sveit. Það skiftir miklu; því að mér hefir verið sagt, að ef prestur hefji verk sitt uppi í sveitum, þá sé hann sama sem útilokaður -frá bæjarsöfn- uðum upp frá því. Og ef messustaðirnir verða tveir eða fleiri þar í Makedóníu, þá, hreimt út sagt, læt eg mér ekki detta í hug að taka þessari köllun. Eg hefi haft langan og dýran undirbúning; þótt eg segi sjálfur frá, þá er eg sanhedrin-maður, — sá eini kennimaður úr þeim hópi í kirkjunni nú sem stendur. Sérstaklega hefi eg æft þá gáfu, sem mér er meðfædd, að tala fyrri fjölmenni. Það hentar mér bezt. Og þeir dagar eru nú liðnir, að þú getir ætlað nokkrum manni að ana út á nýtt starfssvið >án þess að hafa nokkra hugmynd um launakjörin. Eg er búinn að vinna mér upp ágætt brauð austur í Galatíu, og að færa mig niður úr því sem þar býðst — það væri alvarlegt efni. Þú gjörðir afbragðs-vel, ef þú næðir saman þessum góðu bræðrum í Makedóníu og sæir hvað eiginlega þið getið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.