Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1945, Page 11

Sameiningin - 01.11.1945, Page 11
187 Kveðja frá biskupi Íslands Lesin af cand Pétri Sigurgeirssyni. Reykjavík, 14. júní 1945. Elsku Pétur minn. Af því að eg veit að þú verður staddur á hátíðaþingfundi kirkjufélagsins, sendi eg þér þessar línur til þess að biðja þig um að flytja þar persónulegar kveðjur mínar. Prófessor Ásmundur Giuðmundsson mun flytja kveðjur þjóðkirkjunnar og mínar, sem biskups. Mér þótti vænt um að hann gat tekist þessa ferð á hendur. Hann er virðulegur og ágætur fulltrúi íslenzku kirkjunnar og þú þekkir einlægni hans, áhuga og hæfileika og síðast en ekki síst hans mikla og ágæta starf fyrir kirkj- una hér heima. Islendingum vestan hafs á heldur ekki að senda nema hina bestu menn. Þú þekkir hversu miklar mætur eg befi á Vestur-ís- lendingum. Það er ekki að ástæðulausu. Þeir hafa sýnt glæsilega mannkosti og unnið stór afrek í andlegum og efnis- legum skilningi í Vesturheimi og á þann hátt orðið ættjörð sinni til sæmdar. En auk þess hafa þeir reynst mér, persónulega, svo vel að eg mun því aldrei gleyma. Þeir reyndust mér sannir vinir og drengskaparmenn. Þegar eg kom í heimsókn til þeirra tóku þeir mér sem bróður og vini. Þeir báru mig á höndum, þeir gáfu mér gjafir og þökkuðu mér langt fram yfir það, sem eg átti skilið. Eg eignaðist þar vini, sem eg mun aldrei geta fullþakk- að, bæði prestana og fjölda leikmanna, úr hópi karla og kvenna. Margt er það, sem eg sá og heyrði í starfi kirkjunnar vestra, sem var til fyrirmyndar og heimakirkjan gæti lært af. Prestarnir voru áhugasamir, einlægir í starfi sínu og sístarfandi. Eg sá það fljótt og skildi, er eg kynntist starfi evan- gelisk lúterska kirkjufélagsins, sem nú á 60 ára afmæli, hve stór og blessunarríkur þáttur það hafði verið í menningu og lífsbaráttu Íslendinga vestra.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.