Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1945, Page 15

Sameiningin - 01.11.1945, Page 15
191 fyrir hönd þess kirkjufélags sem eg er fulltrúi fyrir, áfram- haldandi samvinnu á hverju sviði, sem getur aukið hag vor Islendinga og allra borgara þessarar þjóðar andlega eða efnislega. Vér erum hvortveggja Islendingar og borg- arar þessarar þjóðar. Áhugmál vor stefna öll að uppbygg- ingu þessa lands og að velferð og fullkomnun íbúa þess. Hér er stórt og mikið verksvið. Vér fullkomnum gildi þeirra trúarstofna, sem vér tilheyrum með því að fullkomna, ekki aðeins hina andlegu hlið lífsins, en einnig hina efnislegu, með því að bæta lífskjör og efnahag allra manna. Þess vegna, í anda þeirrar stefn-u, rétti eg út hönd til samvinnu, og veit að hún heldur áfram að aukast eins og að undanförnu, og að vér göngum saman, hlið við hlið í framtíðinni, eins og vér erum þegar farin að gera, en togumst ekki lengur á eins og einu sinni var gert. Eg óska þessu kirkjufélagi, Hinu Evangerisk Lúterska Kirkjufélagi Íslendinga í Vesturheimi, til hamingju á þessari afmælishátíð, og alls góðs í framtíðinni. Eg þakka hinu vinsamlega boði sent til kirkjufélags þess er eg tilheyri, um að senda fulltrúa hingað á þennan þingfund, til að samgleðjast ykkur á þessum þýðingarmiklu tímamótum. Eg ber þá kveðju fram með mikilli ánægju og bið að blessun Guðs hvíli yfir oss öllum og tilraunum vorum til að gera hans vilja. Afmæliskveðja frá Þjóðræknisfélaginu Flutt á 60 ára afmælishátíð Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, í Winnipeg, 22. júní 1945. af dr. Richard Beck. Herra forseti! Virðulegi sendifulltrúi frá íslandi og aðrir góðir gestir! Háttvirta samkoma! Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins er innilega þakklát fyrir þá vinsemd, er framkvæmdarnefnd Hins evangelisk- lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi sýndi félagi voru með því að bjóða því að eiga fulltrúa, er flytti kveðjur

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.