Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 20

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 20
196 legt pláss vegna vegalendgar, raforku og nálægð kí.rkju og samkomuhúss safnaðarins. Var aftur farið að gera fyrir- spurnir og var það fyrir atbeina forseta Bandalagsins að því gafst kostur á 8 ekrum á vatnsbakkanum við Húsavík, hina fornu landnámsbyggð þar sem frumherjar íslenzku byggð- arinnar numu land árið 1875. Var aftur kallaður framkvæmdar nefndar fundur og 14 konur tóku sig upp og skoðuðu bæði plássin, Árnes landið og þetta pláss við Húsavík, sem kostur var á að fá keypt. Leist konunum vel á Húsavíkur landið og var aug- ljóst að hrinda mætti í framkvæmd þessu máli nú strax og starfrækja á næsta ári. Braut liggur meðfram landinu frá “highway” ofan að vatni. Töluvert af skógi hefir verið rutt, fjaran ágæt og raforka til staðar. Var svo fundur haldinn í Húsavíkur-kirkju og tillaga lögð fyrir fundinn um að þessar 8 ekrur séu keyptar fyrir $500.00. Var tillagan samþykt af stjórnarnefndinni og hún svo lögð fyrir þingið 9. júní og sú samþykt staðfest af þinginu. Er nú búið að ráðstafa borun á brunni næsta vor og ýmislegt annað og byrjað að safna til sérstakra bygg- inga. Var áfcveðið á þinginu að kenslustofan, sem er líka fundarsalur, sé helguð minningu fallinna íslenzkra hermanna í báðum stríðunum. Var stofnaður sjóður til þess á þing- inu og nam sá sjóður þegar þingi var slitið $532.00. Langruth kvenfélag ætlar að gangast fyrir “Hospital Hut”. og er vonast eftir að fleiri kvenfélög taki að sér viss hlutverk, sem hrindi áfram verklegum framkvæmdum. Fjársöfnun gengur vel, er nú í aðal sjóðnum um $2,100.00. Ber það vott um góðan áhuga hjá fólki og jafn- framt tiltrú almennings á fyrirtækinu. Þetta er aðalmál Bandalagsins og óx sú hugmynd út úr kristindóms námsskeiði því er Bandalagið hélt uppi fyrstu árin. Er tilfinningin hjá mörgium konum sú að kristileg fræðsla ætti að vera endurreist ef mögulegt er að fá kennara; og var ráðgert á þessu þingi að farið væri norður í byggðina sem áður var starfað í og upplýsinga leitað þessu viðvíkjandi. í sambandi við þetta var tillaga samþykt á hinu ný afstaðna þingi svohljóðandi: “Að B.L.K. tjáir sig viljugt til að vera í samvinnu við kirkjufélagið á þessu sumri, með að koma á fót sunnudaga- skólum í prestlausum byggðum.”

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.