Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1945, Side 23

Sameiningin - 01.11.1945, Side 23
199 1. Að hafa áhrif á einstaklinginn í gegnum kirkjurnar, og bindindisfélögin. 2. Að gera ákveðnar framkvæmdir í því svo sem að minka tækifæri fólks til þess að ná í áfengi. Eins og nú er, þá er það eins löglegt að selja áfenga drykki eins og það er að prédika guðspjöllin, sagði hann. Eina aðferðin til þess að ráða fram úr þessu er algjört vínbann. En Mr. Spence sagði að fyrsta sporið í þá átt, væri að útvega færan skrifara og borga honum fullnægjandi kaup svo hann geti notað allan sinn tíma fyrir bindindis- starfið í fylkinu. Þörfin á bindindi er mörgurn augljós. Það sem vantar eru góðir leiðtogar. Hann benti á að það væri æskilegt að hafa bindindis samkomur “Temperance Rally” að sumrinu, en á fundi sem haldinn var 19. apríl, þá var bent á það að vegna kosninganna og ýmislegs fleira, þá væri bezt að fresta slíkum fundi til hausts. Á þessum sama fundi var stungið upp á því að veita einhverjum uppfræðslu í að kenna bindindi, með því að kosta einn eða tvo á “Yale University”, þar sem svoleiðis kensla fer fram í sex vikna tíma í skólafríinu. Það var ákveðið að senda nefnd á fund Menntamáladeildarinnar og biðja um aðstoð hennar í þessu sambandi. Útkoman er sú, að það er nú hér um bil víst að séra C. S. Matchett verður sendur á Yale University og það gefur okfcur von um að fá leiðtoga til að útbreiða bíndindis hugmyndina svo almennings álitið breitist í bindindisáttina. Séra Spence hefur starfað að bindindi í Alberta og Saskatchewan, og í þeim fylkjum hefur það komið í ljós að peningarnir koma inn eftir þörfinni, oft frá einstaklingum. Hann sagði að heimilið, skólinn og kirkjan þyrftu að taka höndum saman í að uppfræða almenning um áhrif vínandans, en á sama tíma þurfa að vera í gildi þau lög, er leggja ekki freistni í mynd áfengis á veg unglinganna sem upp eru að vaxa. Honum finnst mikil þörf á því í Manitoba að vekja meiri áhuga fyrir bindindi og að auka starfið sem mest. Þegar bindindisvinir eru með öllu móti að reyna að vekja heilbrigða bindindishugsun hjá uppvaxandi lýðnum. Þá eru vínsalar að koma sinni flugu inn í hjarta ungdómsins með sömu aðferð sem þeir hafa náð mörgu öðru á sitt vald. Það er auglýst með stóru letri í dagblöðunum að þeir hafi gefið $15,000 til verðlauna í háskóla fylkisins, og svo eru 2 menn hátt standandi í þeirra flokki settir í nefnd í sam-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.