Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1945, Side 24

Sameiningin - 01.11.1945, Side 24
200 bandi við háskólann. Þetta er ein af þeim mörgu aðferðum sem þeir nota til að ná áhrifum. Annað, 2 leikvellir í borg- inni tilheyra bjórbruggurum og eru notaðir til að ná sem flestum dren.gjum á þeirra vald. Það er kominn tími til þess að almenningur vakni og verji börnin sín frá svona tálsnörum. Önnur staðhæfing kom í dagblöðunum út af dauðsfalli þar sem menn höfðu drukkið eitrað vín. “Coroner” sagði að ástæðan væri sú að það væri of erfitt að ná í vín löglega. Til hvers eru nokkur bannlög í landinu. Því megá menn ekki stela eða gera það sem þeir vilja? Öll lög eru bannlög og ætti að vera hlýtt. Hvað er kirkjan að gera í þessu bindindismáli? United Church of Canada, hefur verið vel vakandi í bindindis- málinu í mörg ár og haft útvalda menn, sem hafa unnið að bindindi alt árið um kring og sem hafa gefið sínar skýrslur við og við til stöðugra nefnda sem hafa komið þeirra hug- myndum á framgang. United Church of Canada hafa staðið fremstir í því að leggja beiðni fyrir Dominion þingið um ýmsar umbætur, viðvíkjandi meðhöndlun á áfengi. En þeirra síðasta hugmynd sem samþykt var á þeirra kirkjuþingi í fyrra var ekki samþykt hér á okkar Manitoba þingi í haust sem leið. Uppástungan fór fram á, að stjórn Canada tæki að sér alla áfengis bruggun. Aðal ástæðan sem kom þessari uppástungu á stað var sú að taka allan ágóðan úr höndum einstaklingsins. Stórtemplar Manitoba, barðist á móti þessari hugmynd. Hann hélt því fram, að ef einstaklingur bryti lögin, þá gæti maður fengið hjálp hjá því opinbera, til að lögsækja. En ef stjórnin bryti lög landsins þá yrði erfiðara viðureignar. O.g annað það, maður heyrði aldrei neitt frá stjórnar áfengissölunni annað en gróðann sem við fengjum reiknaðann bara á annan veginn. Hvað er um alla eyðilegg- ing.una af áhrifum vínsölunnar? Ef það yrði reiknað rétt, þá myndi gróðinn verða mjög smár, eða alls enginn, ef mannslíf og velferð konu og barna er nokkurs virði. Kaþólska kirkjan, sem aldrei áður í sögu heimsins hefur sagt orð á rnóti áfengi, rís upp í Quebec og fordæmir með- ferð áfengissölunnar og heimtar að það séu sett meiri höft á þá stjórnarsölu. Eins gerði Enska kirkjan, sem aldrei hefir komið fram opinberlega á móti áfengissölunni. Nú rís hún upp í Ontario fylki í heilu biskupsdæmi. Nefnd synód- unnar vaknaði fyrst 1938 og vakti athygli á því að eitthvað

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.