Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 25
201 yrði að gera viðvíkjandi áfengissölunni, sem væri að ganga fram úr öllu hófi. Ári seinna var bréf sent til allra þingmann- anna og beðið um endurbætur. Ári síðar, risu konur Ensku kirkjunnar upp og kvörtuðu yfir áhrifum þeim sem snertu drykkjuskap kvenna innan þeirra félagsskapar, og svo á kirkjuþingi 1943, var því bætt við að benda stjórninni á hættuna af kynferðissjúkdómum þar sem yfir 200,000 sjúkl- ingar væru meir eða minna veikir af þeirri voða sótt í Canada. Sem væri sannað að frá 65 til 90 prósent væri bein afleiðing af áfengisdrykkju fargi. Medódista kirkjan í Bandaríkjunum tók atkvæði nýlega á meðal sinna meðlima frá hafi til hafs. Yfir 8 miljón greiddu atkvæði um að setja á vínbann aftur. 92% voru með, en 8% á móti. Því stendur kirkjan á verði? Af því að þeir, sem eru á túr á laugardagsfcvöldin, eru sjaldan í kirkju í sunnudagsmorgnana. Heimilis drykkju- skapur eykur ekki sunnudaga skólagöngu. Ungir menn eða ungu stúlkurnar eða aðrir, sem eru keyptir út úr fángahús- unum á sunnudagsmorgnana er ekki líkleg til að koma til kirkju þann daginn. Laugardags drykkjuskapur hjálpar ekki kirkjusókn og ebki heldur drykkjuskapur á jólum og nýári eða öðrum hátíðum. Það hlítur að vera erfitt fyrir presta landsins að horfa upp á áfengis áhrif við sérstök tækifæri, þar sem þeir eiga að vera leiðtogar, sérstaklega við giftingar, og eins þegar þeir sjá börn send á barnaheimili, vegna drykkju- skapar foreldranna. Þeir heimsækja safnaðar meðlimi á spítölunum, sem hafa meiðst fyrir afleiðingar vínsins. Þeir eru kallaðir sem sáttasemjarar á heimilum þar sem áfengið hefur sundrað friði heimilisins. Þeir eru beðnir að jarðsyngja þá, sem deyja af slysum, orsökuð af þeirri sömu bölvun mannkynsins. Það er betra að þeir sjálfir séu þá ákveðnir vínbanns vinir. í guðs bænum takið einhverja ráðstöfun á þessu þingi, í nafni bindindisvinarins, Dr. Jóns Bjarnasonar, sem var fyrsti maðurinn til að vekja bindindishreyfinguna í þessum lúterska félagsskap á fyrstu þingum þess, sem hafði svo ógleymanle gar afleiðingar þá, sem sumir búa að enn í dag.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.