Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1945, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.11.1945, Qupperneq 31
207 þeim til ánægjulegrar eignar. Mun safnaðarstarf og kirkju- líf þar vera í góðu lagi. Lundar og Manitobavatns-bygðir. Séra B. Theodore Sigurðsson hefir um tíma þjónað söfnuðunum í Lundar prestakalli. Þar á söfnuðurinn prests- hús, sem keypt var fyrir örfáum árum. Nefndinni hefir ekki borist í hendur nein starfsskýrsla, þar sem Lundar söfnuður og prestakall eru sjálfstæð og ekki undir umsjón Trúboðs- nefndarinnar. En söfnuðir og bygðir við Silver Bay, Vogar, o. s. frv., hafa talist til heimatrúboðs. Þar mun séra Teodore hafa messað við tækifæri 'Og unnið önnur prestsverk, þegar til hans hefir verið leitað. Frá starfi Trúboðsnefndarinnar þar um héruð er það að segja, að á síðastliðnu sumri fór séra Skúli J. Sigur- geirsson messuferðir í umboði nefndarinnar. Fór hann einnig í sömu erindum til annara bygða. Skýrsla hans skýrir frá starfi sem hér segir: Lundar: Þrjár messur, kirkjusókn alls 131; skírnir 8. Steep Rock: Ein messa, aðsókn 31. Oak View: Ein messa, aðsókn 38; ein barnsskírn. Silver Bay: Ein messa, aðsókn 23. Vogar: Ein messa, aðsókn 25. Piney: Tvær messur, aðsókn alls 64; 1 skírn. Wampum: Ein messa ensk, aðsókn 27. Otto: Ein messa, aðsókn 51; 1 barnsskírn. Auk hins ofangreinda starfs, heimsótti séra Skúli í ferðum sínum 68 heimili. Síðari hluta ágúst mánaðar starf- aði hann í Langruth, messaði tvisvar við aðsókn, sem alls nam 141 manns. Þar fermdi hann fjögur ungmenni og tók fjörutíu manns til altaris. Einnig skírði hann þar fimm börn. Fermingarundirbúning á Langruth annaðist séra Rún- ólfur Marteinsson um tíma áður en séra Skúli kom til bygðarinnar, og hélt þar guðsþjónustur fyrir Herðubreiðar söfnuð í Langruth. í skýrslu sinni til Trúboðsnefndarinnar, gefur séra Skúli það sem álit si-tt, að í þeim bygðum, sem hann heim- sótti séu skilyrði og ástæður víðast hvar þannig að áfram- haldandi trúboðsstarf muni ríkulega blessast. Annað trúboðsstarf. Séra Sigurður S. Christopherson hefir eins og undanfarin

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.