Sameiningin - 01.12.1929, Side 6
356
veldari til eftirbreytni mörgum, er hans nafn bera. En i því hefir
áreiÖanlega veriÖ framför aÖ menn finna til þess betur nú en oft
áÖur hve mjög þetta er í ósamræmi viS hina kristilegu hugsjón.
Nokkur framför hefir líka orðið í deilum út af óumflýjanlegum
meiningamun um kenningu og skipulag kristninnar. Menn eru
að finna til þess hve illa fer þar á persónulegum kala og skeytingar-
lausri ósanngirni, sem virðist hafa það eitt markmið að svala sinni
sínu á mótstöSumanninum. Og það að glögg sé meðvitund um að
þetta sé í mótsetningu við kristilegan anda, gefur von um að þetta
verði lagfært. Boöskapurinn um frið á jörðu fellur ekki niður,
þó menn daufheyrist við honum. Og um jólaleytið ætti að vera
hentugur tími til að þokast nokkuð áleiðis í þessu efni. Þá ætti
það ekki sízt að þrengja sér inn í meðvitund vora að persónulegur
kali og kritur er ekki til hjálpar nokkru góðu málefni, auk þess
aS stríða svo mjög í bága við bæði dæmi og kenningu frelsarans.
Það er ekki auðvelt fyrir mannlegt eðli að þroskast í þessa átt,
en aldrei ættu jólin með boðskap sinn urn frið á jörð að líða hjá
án þess að brýna fyrir oss að sá friður á að ná sér niðri einnig í
sambandi mannanna innbyrðis.
Þetta fær sína heimfærslu nú á ýmsan hátt, en ekki sízt í
sambandi við friðarmálin, sem nú eru ofar í hugunr manna en ef
til vill nokkru sinni áður. Kirkjan finnur til þess nú eins og hún
aldrei áður hefir gert að styrjaldir og styrjaldarandi er ósarn-
rýmanlegt kenningu Krists, og að annað hvort verður að víkja
fyrir hinu. Samband kirknanna í Ameríku (Federal Council of
Churches) Ibendir á styrjaldir sem “megin hindrun þess að hin
kristilega hugsjón komist í framkvæmd,” og á viðleitni í þá átt
að binda enda á styrjaldir sem höfuðskyldu kristinna manna.
Þetta er svo ofarlega í hugum þeirra, sem mest bera fyrir brjósti
velferð mannfélagsins, að óhugsandi er að nokkurstaðar geti
hljómað Iboðskapurinn um frið á jörð um þessi jól, án þess að það
leiði hugina að þessu stóra velferðarmáli alheimsfriðarins og
þrengi því að samvizkum krstinna manna að þeir mega ekki leng-
ur standa hjá án þess að beita sér í þessu máli, heldur verður
kristið almenningsálit að koma fram með slíkum krafti í friðar átt
á grundvelli hinnar kristnu lífspeki, að það megi verða hinn öfl-
ugasti styrkur og bakhjarl þeirri viðleitni allri í þessa átt, sem
nú er efst á baugi í heiminum.
“Friður á jörðu.” Hvernig sem vér mennirnir daufheyrumst
við þessum orðurn og boðskap þeirra, halda þau áfram að leggja
okkur á hjarta að erindi jólagestsins er að koma á friði í rnanns-
hjörtunum, friðaranda í sarnbúð mannanna og friði milli þjóða.