Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 9
það var heitt af GuÖs eilífa loga. Útslö-kkviÖ aldrei þann eld, hann er andardrátturinn lífsins.” Maðurinn s'kildi kærleika Guðs, af því að hann fann Guðs eilífa loga í sálu sinni. En á engan annan hátt hefir maðurinn fundið þetta eins vel og í Jesú Kristi, þvi “svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf í dauðann sinn eingetinn son til þess, að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” í honum var “GuSs eilífi logi,” því að öll fylling guðdómsins bjó í honum lík- amlega. “Guð vill ekki dauða syndugs rnanns, heldur að hann snúi sér og lifi.” Fátt skýrir betur eðli kærleikans en einmitt þessi síðasta málsgrein. Tilgangur Guðs gagnvart manninum er góður. í engu vill hann þeim annað en vel. Flin guðlega velvild er kær- leikur hans, sem lýsir sér í allri handleiðslu hans á mönnum, og af honum nefnist allur kærleikur á jörðu. Sami loginn logar í öllum sann-nefndum kærleiksgjöfum og kærleiksverkum meðal manna. Svo lcoma blessuð jólin og minna oss á þetta, þvi “þau ljóma heit af Drottins náð.” “Siblessuð sértu, signuð jólatíð,” sem minnir á kærleiksgjöfina mestu, sem oss mönnum hefir veriö gefin. Engin hátíð meðal manna er eins dýrðleg og jólin. í heima- húsum er jólatré, jólamatur, jólaskraut, jólagjafir og margvísleg- ur jólafögnuður. Þá leitast allir við að vera heima. Jafnvel þeir sem í fjarlægð dvelja vilja komast heim um jólin. Engin önnur hátíö ársins er jólunum lík. Þau standa nær barnslegustu til- finningum mannlegs hjarta en nokkur önnur hátíð. Kirkjurnar skrýðast hátíðarbúningi. Skrautið glitrar, marglit ljósin ljóma, jólatréð hefir flutt inn í kirkjuna tign frumskóganna. Blær barn- anna er á öllu, og þetta alt talar svo sterkt til einföldustu tilfinn- inga mannssálarinnar. Söngflokkurinn syngur fegurstu listsöngva sina, og söfnuðurinn syngur jólasálmana sína, og einhvernveginn verður það ni'Surstaðan: “að sólin, er gefur oss jólin um bygð vora og bólin er indælli en alt.” Guðsþjónustan öll, og þá ekki sízt prédikun prestsins, er þrungin af fögnuði jólanna. Félagslíf manna 'ber með sér sama ylinn. Hvar sem menn hittast skiftast þeir á óskum gieðilegra tíða og til margvíslegra móta er stofnað til að gjöra gleðina sem mesta. Þá tjá menn vinum sínum hlýleik. Isinn bráðnar af til- finningum manna og fljót vinarþelsins streymir áfram frjálst og sterkt. Aldrei endranær er hinum fátæku og sjúku rétt eins hlý

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.