Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 16
GuÖ gaf mannkyninu Jesúm Krist,—jólabarnið og jólin,— sem tákn föSurkærleikans. Það tákn kærleikans skilja menn og sú gjöf er metin. Jafn- vel í heiÖingja heiminum er þaÖ reynsla trúboÖanna, að frásagan um Jesúm Krist er aðdráttarafliö í kristinni trú.— Barnið, sem fæddist í Betlehem, kom til mannanna sem ímynd Guðs veru. Hann kom með erindi kærleikans inn í heirn styrjaldanna. Hann kom með frið og sannleik og líf. Hann varð sálum mannanna nýtt ljós. Og koma hans var frelsi hinna mörgu. Enginn honum líkur hefir fæðst. Og enginn honurn líkur mun fæðast. Þó kom hann sem barn, til hrokafullra og eigingjarnra rnanna. Hið ytra líf hans var gersamlega umkomulaust. Hann gerist mannsins-son, svo að mennirnir verði Guðs börn. Og enginn hefir drotnað í hjörtum og lifi mannkynsins, sem barnið, er fæddist í Betlehem, snautt og hjálparlaust.— Sá Guð, sem elskar heiminn—og oss, hann jDekkir oss. Um það ber jólagjöfin hans vitni. — Alvís kærleikinn kemur til mann- anna í mynd og lífi hins guðdómlega barns. 1 honum og fyrir hann er hið guðlega og hið mannlega saman vígt. Og lofsöngur himnanna vekur heimsbygðina. Vér dáum þá góðu og spöku menn, er sáu GuS í gjöf sólar- innar. En Guð í gjöf jólabarnsins er þó enn nær mannshjartanu. Gat kærleiki Guðs til vor mannanna fundið annan betri og eðli- legri farveg, en sending Jesú Krists sem barns? Er nokkuð nær hinu æðsta og bezta í eðli mannsins, en barn? H'vað er fegurra og ómótstæðilegra ? Á hvað er hægt að benda, sem betri og beinni veg, að kærleiks lífi mannanna, en sending jólabarnsins og jóla- erindisins ? Menn hafa einatt vísað á 'bug speking, er fer með erindi vizkunnar. Og margan spámanninn hefir heimurinn grýtt. En, Guði sé lof, fáir útskúfa Betlehem-barninu. Fyrir Jesú-barninu opna menn alment faðminn—og hjörtun. í þvi efni er sigur jólahátíðarinnar í heimslífinu órækast vitni. Mælt er að öll orð Jesú Krists, sem varðveitt eru í æfisögum hans—guðspjöllunum—, megi lesa á þrem -klukkustundum. Og jólafrásagan er ekki löng. — En efalítið getur enginn maður nokk- urn tíma talið fram né gert grein fyrir áhrifunum af fæðing Jesú, oi'ðum hans né lífi. Né heldur gæti nokkur rnaður spáð um né skilið það tjón er af því flyti, ef Jesús Kristur og jólin hyrfu úr lífi og meðvitund mannkynsins.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.