Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 17
Barnslundin
Eftir Séra Carl J. Olson.
Jólin!
BlessuÖ Jólin!
Hátíð barnanna! HátiÖ englanna! HátíÖ allra, bæði á himni og
jöröu! Aldrei fyrnist jóla-guðspjallið! Aldrei þreytast menn á
jólahaldinu.
Enn á ný er jólagleðin komin í algleyming frá heimskauti
einu til annars—í öllum löndum, hjá öllum þjóðum, út um allan
heim.
En hvað veldur þessum miklu hátíðarbrigðum ? Þeirri spurn-
ingu verðuir auSsvarað. Öllum er það deginum ljósara að Jesús
—iblessað barnið, sem lá í jötunni í Betlehem, hrindir af stað
þessari stórkostlegu hreyfingu á hverju ári. Það er máttur hans
og veldi, það er kraftur hans og áhrif í mannlífinu gjörvöllu, sem
liggur til grundvallar fyrir þessum alsherjar fögnuði.
En verðskuldar hann þetta?
Hvað hefir hann gjört?
Hvað er hann að gjöra?
Hvað mun hann gjöra?
Er þessi fögnuður út af engú?
Hvað hefir hann gjört ? Þeirri spurningu verSur ekki svarað
í einni smágrein. Það er í raun og veru svo margt og mikig að
engin tunga er svo mælsk, enginn penni svo snjall, ekkert ímynd-
unarafl svo sterkt og engin sál svo stór að hún geti fullkomlega
gripið það eða lýst því!
Enginn hefir gjört jafnmikið fyrir mannkynið og Jesús.
Enginn! Hann brúaði djúpið á milli guðdómsins og mannlífsins
með því, að vera bæði guð og maður. í honum mættust þessir
tveir lífsstraumar og sameinuðust til eilífðar. 1 Jesú finnum vér
guð, og í honum finnur guð oss. 'Hann brúaði líka djúpið mikla,
sem syndin hefir skapað á milli hins guðlega og mannlega. Annars
vegar er heilagleiki; hins vegar spilling. Enginn nema Jesús gat
komið þar til hjálpar. H'ann tók á sig syndina, sektina og hegn-
inguna, sem mannkyninu tilheyrði. Fyrir þá sök getum vér kom-
ið í blessaðan föðurfaðm guðs, eins og að syndin hefði aldrei
verð raunveruleiki hjá oss.
Að greiða þannig veg inn í náðarríki drottins, og að gjöra
samfélagið við guðdóminn möguilegt og raunverulegt var aðal
starf Jesú, en hann hefir haft og hefir enn gegnsýrandi og bless-
unarrík áhrif á alt mannlífið hér á jörðunni. Hann hefir upphafið
kvenþjóðina og gefið henni þá stöðu og virðingu, sem hún á