Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 22
2 föstudagur 4. mars núna ✽ ekki missa af Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Stríðsmaður tískunnar The Glamourai er tísku- blogg stílistans og hönn- uðarins Kelly. Þar fjallar hún um allt sem við- kemur tísku og starfs síns vegna er hún mjög dug- leg að fylgjast með öllu því helsta sem gerist innan tísku- heimsins. Þess má geta að stúlkan sótti tískuvikuna í Míl- anó í vikunni og var við það tilefni fengin til að hanna glugga- útstillingu fyrir verslun Dolce & Gabbana í Mílanó. Bloggið má finna á slóðinni www.theglamourai.com. Tískufíkill LA-búinn Geri Hirsch heldur úti blogginu www.because- imaddicted.net. Á síðunni birtir hún myndir af því sem veitir henni innblástur ásamt myndum úr dag- legu lífi. Auk þess er hægt að finna leiðbein- ingar um hvernig megi gera stórskemmtilegt armband úr skrúfum. Slegið verður upp veislu á skemmtistaðnum Bakk-usi annað kvöld í tilefni kjötkveðjuhátíðarinnar í Ríó de Janeiro. Kristín Bergsdóttir, Samúel Jón Samú- elsson og Ragnheiður Maísól Sturludóttir standa fyrir skemmtuninni og lofa að fylla staðinn af yl og gleði. Kristín, Samúel og Ragnheiður hafa öll búið í Brasilíu og hafa mikið dálæti á brasilískri tónlist og menningu og hefur Kristín meðal annars spilað með sambahljómsveitinni Tropicalia-sveit Kristínar Bergs- dóttur frá því vorið 2009. Aðspurð segist Kristín hafa gengið með hugmyndina í maganum í svolítinn tíma en ákveðið í janúar að nú væri loks tími til að láta til skarar skríða. „Ég var úti í Ríó á síðasta ári og upp- lifði þá stemninguna í kringum kjötkveðjuhátíðina. Mig hefur lengi langað til að halda brasilíska tón- listarhátíð hér heima en ekki getað gert upp við mig hvaða tími mundi henta best til þess. Svo datt mér í hug að sniðugast væri að halda karnival á sama tíma og í Ríó, einmitt þegar fólk þarf á smá sól að halda,“ útskýrir hún. Hún vonast eftir því að fólk mæti klætt í anda há- tíðarinnar enda sé þetta tíminn til að sleppa fram af sér beislinu og dansa, syngja og skemmta sér. Á meðal þeirra sem koma fram eru Tropicalia-sveit Kristínar Bergsdóttur og Samúel Jón Samúelsson Big Band. Ragnheiður Maísól verður í hlutverki kynnis og sögumanns. Skemmtunin hefst klukkan 21.00 og er aðgangur ókeypis. - sm Karnivalstemning verður á Bakkusi annað kvöld: SUNGIÐ, DANSAÐ OG BROSAÐ SKYNJUNARSKÓLI Sýningin Marglaga er haldin í Kling og Bang um þessar mundir. Á sýningunni var settur upp skynjunarskóli sem verður starfræktur til 20. mars þar sem hægt er að vera, melta og fá sér kaffibolla. skipulagðir viðburðir verða á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum og að degi til um helgar. Allir að kíkja inn og víkka sjón- deildarhringinn! U ppboð þar sem listaverk úr snyrti-vörum íslenskra kvenna eru til sölu stendur nú yfir og rennur ágóði verk- anna óskiptur til væntanlegs mansals- og vændis athvarfs sem Stígamót munu starf- rækja. Söfnunin hófst á Menningarnótt í fyrra og söfnuðust eitt hundrað kíló af snyrtivörum sem nú hefur verið breytt í skemmtileg listaverk eftir átta hæfileika- ríkar listakonur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir stóð að baki söfnuninni og segir hugmynd- ina upprunalega vera komna frá vinkonu sinni. „Hún minntist á það eitt sinn að það gæti verið gaman að safna snyrtivörum ís- lenskra kvenna því það er í raun hægt að lesa svo margt í þær,“ útskýrir Þórdís Elva. „Það eru mjög skiptar skoðanir á snyrti- vörum, sumir vilja meina að þetta dragi fram náttúrulega fegurð kvenna á meðan aðrir vilja meina að snyrtivörur séu hluti af kynvæðingu kvenna í karllægum heimi. Það kemur á óvart hvað fólk er í raun með sterkar skoðanir á snyrtivörum,“ segir hún brosandi. Söfnunin var auglýst á Facebook-síðum og barst þannig frá manni til manns þar til að fjölmiðlar fengu veður af söfnun- inni. „Þessi umfjöllun skilaði sér að lokum því afraksturinn varð rosalegur og ég held að við höfum safnað um hundrað kílóum af snyrtivörum. Þegar söfnunin var yfir- staðin vaknaði sú spurning hvað við ættum að gera við þennan dásamlega efnivið svo hann fengi að njóta sín á nýstárlegan og skemmtilegan hátt,“ segir Þórdís Elva. Listakonurnar fengu að velja sér vörur til að vinna úr og gerðu það á mjög ólíkan hátt og er Þórdís Elva sannfærð um að verðmæti þessara verka eigi eftir að aukast með ár- unum. „Þessi verk eru ekki bara merkileg samtímaheimild heldur er líka verið að styrkja alveg frábært verkefni,“ segir hún. Hægt verður að bjóða í verkin í gegnum vefsíðuna www.litrof.wordpress.com. - sm Listaverk úr snyrtivörum íslenskra kvenna seld á uppboði: SKIPTAR SKOÐANIR Á SNYRTIVÖRUM Gott málefni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir safn- aði um hundrað kílóum af snyrtivörum sem átta listakonur breyttu svo í skemmtileg lista- verk. Verkin verða seld á uppboði á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sól og gleði Kristín Bergsdóttir stendur fyrir Karnivalkvöldi á Bakkusi ásamt Samúel Jóni Samúelssyni og Ragnheiði Maísól Sturludóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hönnuðurnir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, sem hann- ar undir heitinu GuSt, og Erna Óðinsdóttir, sem hann- ar undir nafninu kurlproject, hafa snúið bökum saman og opnað sameiginlega versl- un við Bankastræti 11. Þar munu þær selja eigin hönn- un ásamt fatnaði og fylgi- hlutum eftir danska hönn- uði. Skemmtileg verslun opnuð í Bankastræti: Snúa bökum saman Erna Óðinsdóttir, hönnuður. Sérfræðingur frá Dior kynnir í Hygeu föstudag og laugardag, nýja Dior Addict varaliti ásamt því að veita ráðleggingar varðandi húð, förðun og litaval. Falleg gjöf fylgir kaupum þegar keyptar eru 2 vörur í Dior, þar af eitt krem. Vertu velkomin. Smáralind s. 554 3960 Kringlan s. 533 4533 Dior kynning föstudag og laugardag í Hyegu Kringlunni og Smáralind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.