Fréttablaðið - 04.03.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 04.03.2011, Síða 26
6 föstudagur 4. mars Carine Roitfeld, fyrrverandi rit-sjóri franska Vogue, hefur sent frá sér sitt síðasta blað og verður næsta eintak tímaritsins því hug- arfóstur Emmanuelle Alt, arftaka Roitfeld. Mikið hefur verið spáð og spek- úlerað í hver muni prýða fyrstu forsíðu Alts og einnig hverju fyr- irsætan muni klæðast. Nú hefur verið staðfest að ofurfyrirsæt- an Gisele Bundchen verði for- síðustúlkan og að hún muni að öllum líkindum klæðast flíkum úr smiðju Dolce & Gabbana. Mörg- um þykir valið einkennilegt þar sem Dolce & Gabbana áttu flest- ar Vogue-forsíður ársins 2010 og töldu menn líklegra að Alt mundi kjósa hönnun frá Balenciaga til þess að reyna að koma á friði milli franska Vogue og hins fornfræga tískuhúss. En sýnishorn af nýrri línu Balenciaga lenti eitt sinn í röngum höndum eftir mynda- töku hjá Vogue. Aðrir töldu líklegt að fatnaður frá Balmain eða Isabel Marant myndi prýða forsíðuna þar sem Alt starfaði lengi sem stílisti fyrir bæði tískuhúsin. Það verður spennandi að sjá út- komuna og hvort einhver sjáan- legur munur verði á blaðinu undir stjórn Alt, en hennar persónulegi stíll er mun afslappaðari en hinn- ar klassísku Roitfeld. - sm Fyrsta tölublað Vogue undir stjórn Emmanuelle Alt væntanlegt: Dolce & Gabbana á forsíðuna Nýjir tímar Fyrsta tölublað Vogue undir ritstjórn Emmanuelle Alt er væntanlegt. Staðfest hefur verið að ofurfyrirsætan Giselle Bundchen muni prýða forsíðuna. NORDICPHOTOS/GETTY Veðurguðirnir eru búnir að stríða okkur eyjarskeggjum nokkuð undanfarnar vikur. Á milli storm- viðra, haglélja og snjókomu hafa þeir glatt okkur með svolítilli sól, logni og léttum rigningarúða. Þess- ar tíðu veðurbreytingar geta haft leiðinleg áhrif á húðina sem á það til að þorna í slíku óveðri. Föstu- dagur leitaði ráða hjá Maríu Guð- varðardóttur, förðunarfræðingi hjá MAC, um hvernig megi halda húð- inni góðri á meðan svona viðrar. „Allar konur eiga að eiga hreinsi sem hentar hennar húðtegund. Ég mæli með MAC Cleanse Off olíu fyrir þær sem eru með mjög viðkvæma húð. Olían breytist í hreinsimjólk þegar hún blandast við vatn og hana má nota á augu líka. Nýja rakakremið Complete Comfort Crème gefur húðinni einnig góðan raka og er sérstak- lega gott fyrir rósroða, það róar og mýkir húðina,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé að undir búa húðina vel áður en farði er settur á. Hún segir góð augn- krem einnig draga úr þrota og róa húðina í kringum augun. „Ég mæli einnig með Brighten- ing Serum, sem jafnar húðlitinn og gerir húðina stinna og fína, og að nota farða sem inniheldur SPF- vörn og E-vítamín til að vernda húðina.“ - sm Passa þarf upp á húðina í tíðum veðurbreytingum: Verndið húðina fyrir kulda Complete Com- fort Créme, 8.390 kr. MAC Bright- ening Serum, 8.590 kr. MAC Cleanse Off olía, 4.990 kr. MAC Fast Response Eye Cream, 7.190 kr. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16 - sími 553 7300 Opið mán-fös 14–19. Laugd. 12–17 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM verð: 7.990 S-M-L hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Ræktendur athugið! Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn Leiðbeinendur: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt höfundur bókarinnar Draumagarður og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins. Skipulag og ræktun í sumarhúsalandi Námskeið tvö miðvikudagskvöld 9. og 16. mars kl. 19:00-21:30. Einn, tveir og tré! Námskeið miðv. 9. mars kl. 17:00-18:30. Skjólmyndun í garðinum Námskeið miðv. 16. mars kl. 17:00-18:30. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.