Fréttablaðið - 08.03.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 08.03.2011, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2011 3 Að Ásbrú í Reykjanesbæ er starfrækt Heilsuhótel Íslands, sem hefur skilgreint starfsemi og viðfangsefni hótelsins sem heilsueflingu fyrir alla lands- menn. Einnig er boðið upp á heilsumeðferð með öfluga sýn á lífsstílsbreytingar auk fræðslu og hreyfingar alla daga. Viðskiptavinir eru Íslend- ingar sem vilja vita meira um heilsu og hollan lífsstíl, hvílast í rólegu umhverfi og njóta þess besta í slökun og afþreyingu. Gestir hótelsins koma í vaxandi mæli frá útlöndum, meðal annars Noregi og Fær- eyjum, og dvelja í tvær vikur. Tveir þessara gesta, þær Sig- vør Laksá frá Götu í Færeyj- um og Elisabeth Andersen frá Osló, veittu blaðinu viðtal um upplifun sína af hótelinu. Dvöl mín á Heilsuhótelinu var upphaf að nýjum og bættum lífs- stíl. Ég hélt að þegar árin færast yfir og maður nálgast fimm- tugt væri eðli- legt að sálin og líkaminn færi að þyngj- a s t . E f t i r meðferðina gerði ég mér ljóst að það er ekki raunin. Maður verð- ur einfaldlega að bera ábyrgð á eigin heilsu. Í dag lifi ég heilsu- samlegu lífi og er meira meðvit- uð um hvers líkaminn þarfnast til að halda sér í formi. Ég ætla að fara aftur á Heilsuhótelið því eftir hverja meðferð líður mér svo vel og læri alltaf eitthvað nýtt. Mér finnst ég 15 árum yngri eftir meðferðina og það jafn- ast á við lottóvinning! Sigvør Laksá frá Færeyjum Ég dvaldi á Heilsuhóteli Íslands í tvær vikur í júlí 2010. Ég fylgdi prógramminu og það var frábær upplifun. Mér fannst maturinn góður og ég mátti borða eins og ég vildi af honum. Uppistaðan í mataræðinu er lífrænt ræktað grænmeti og ávextir, ýmis konar te, safar og mikið af vatni. Auk mataræðisins er mikil- vægt að hreyfa sig. Það er boðið upp á morgungöngur, teygjur, slökun, eróbikk og jóga og síðast en ekki síst það sem hentaði mér frábærlega, innrauði klefinn, gufubaðið og heiti potturinn. Einnig er boðið upp á daglegar ferðir í heilsulind Bláa lónsins. Fræðsla er stór þáttur í meðferðinni, fyrirlestrar af ýmsu tagi. Mér gafst einnig tækifæri til að skoða Ísland, versla í Reykjavík og Reykja- nesbæ. Einn- ig fór ég í hvalaskoðun og á hestbak. Ég eignað- ist nýja vini, Íslendinga, en einnig kynntist ég fólki frá Danmörku, Noregi og Færeyjum. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Hver var síðan niðurstaðan? Betri líðan, andlega og líkamlega, aukin orka, ég er sjö kílóum léttari og húðin og hárið í mun betra ástandi. Þetta var ein- faldlega frábært ævintýri á Íslandi. Elisabeth Andersen frá Osló. Árangur með heilsueflingu Það er skoðun mín, í ljósi aðstæðna á Íslandi, að stjórn- endur og starfsmenn sem vinna að velferð og uppbyggingu þurfi að vera vel vakandi yfir stöðu og aðstæðum starfsmanna. Sér- staklega á þetta við um þessar mundir þegar álag á fjölskyld- ur og einstaklinga eykst jafnt og þétt. Þegar fólk er komið í öng- stræti er oft nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á lífinu, en þá vantar oft stuðninginn til að komast af stað. Reykingar Það besta sem reykingamaður getur gert fyrir heilsuna og lífg- æði sín til lengdar er að hætta að reykja, en margir hafa gert margar mislukkaðar tilraunir. Sumir hafa hreinlega gefist upp gagnvart vandanum. Lengi hefur verið rætt um að þörf sé á rót- tæku úrræði þar sem fólk getur komist af stað með því að „leggja sig inn“ í nokkra daga til að hefja reyklaust líf og fá svo stuðning áfram í formi eftirfylgni til að halda það út. Því miður eru margir sem þyrftu mest á slíkri lausn að halda oft illa staddir fjárhags- lega og því lán að hjá vel flest- um stéttarfélögum hafa ein- staklingar aðgengi að sjúkra- og orlofssjóðum sem styrkja fólk til heilsueflingar og að breytt- um lífstíl. Heilsuhótel Íslands Ég kanna nú árangur af heilsu- eflingu og starfi sem fer fram á Heilsuhóteli Íslands. Í byrjun júní mun ég fylgjast með tveggja daga innlagnarnámskeið í reyk- bindindi sem hluta af því árang- ursmati. Valgeir Skagfjörð verður aðal- leiðbeinandi á námskeiðinu sem verður haldið í samvinnu við for- varnaraðila. Það er óskandi að sem flest- um gefist kostur á að bæta eigin heilsu og auka með því lífsgæði sem eru undirstaða öflugrar sjálfsmyndar til framtíðar. Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsufræði Reykleysisnámskeið Valgeir Skagfjörð aðstoðar reyk- ingamenn við að vinna bug á nikótínfíkn á námskeiðinu Fyrst ég gat hætt – getur þú það líka. Fyrst ég gat hætt – getur þú það líka. Þannig hljómar yfirskrift námskeiðs fyrir reykingamenn sem miðar að því að hjálpa þeim til að hætta að reykja. Það er Valgeir Skagfjörð, leik- ari, tónlistarmaður og fyrrum stórreykingamaður, sem leiðir reykingamenn út úr völundarhúsi blekkinga nikótínfíknarinnar. Valgeir skrifaði bókina ,,Fyrst ég gat hætt ...” fyrir nokkrum árum í kjölfar þess að hafa í nokkur ár verið að aðstoða reyk- ingamenn við að ná árangri við að hætta reykingum. Nú ætlar Valgeir að halda nýtt námskeið í samvinnu við Ásgeir Helgason og Heilsuhótel Íslands, Ásbrú í Reykjanesbæ. „Fyrst og síðast er það hugar- farið sem reynist reykingamönn- um fjötur um fót. Þeir eru, eins og ég var árum saman, fastir í vef blekkinga sem heldur þeim í þeirri trú að reykingarnar séu að gera eitthvað fyrir þá. Þeir upp- lifa slökun, félagsskap, vellíðan og einhvers lags fullnægjutil- finningu í hvert skipti sem þeir kveikja sér í, en á sama tíma óska þeir þess heitt og innilega að geta losnað við þennan óþverra. Með öðrum orðum; – reykingamenn vilja hætta að reykja en þeir vilja líka halda áfram að reykja. Og vegna þess að þeir vilja halda áfram þá skilja þeir ekki hvers vegna þeir geta ekki hætt. Eftir stendur að þegar þeir hafa tekið ákvörðun um að hætta verður til sú hugsun að þeir séu að fórna svo miklu. Þeir vita ekki nákvæmlega hvað það er sem þeir fórna, en af því hugsunin snýst um fórn er fylgifiskur þeirrar hugsunar að í hvert skipti sem það hvarflar að þeim að reykja þá fyllast þeir tómleikatilfinningu og finnst að þar með hljóti þeir alltaf að vera að missa af einhverju. Námskeiðið mitt hjálpar reyk- ingamönnum að komast út úr þessari blekkingu og um leið og sannleikurinn rennur upp fyrir þeim þá verða þeir frjálsir.“ Í umsögnum aftan á bókarkápu segir meðal annars: ,,Þetta er stórfróðleg og skemmtileg bók. Hún logar á milli fingranna og ég er viss um að hún getur slökkt í stærri stubbum en mér.” - Einar Már Guðmundsson, rithöfundur Ummæli eftir námskeið: ,,Eins og flestir reykingamenn var ég sífellt að hætta að reykja. Mér tókst hins vegar aldrei að standa við ákvörðunina fyrr en ég fékk vopn sem dugðu til að sigrast á hinum ótrúlegu blekkingum nikótínfíknarinnar.“ Heilsuhótel Íslands Heilsuhótel Íslands er regnhlíf fyrir þá sem eru að vinna að lífsstílsbreytingum. Árið 2011 verður frábært. Kynning Ný námskeið í hverjum mánuði ● Heilsudvöl á Heilsuhótelinu býðst í hverjum mánuði sem tveggja vikna meðferð en einnig er mögulegt að nýta hótelið og þjónustu þess yfir helgi til hvíldar og slökunar. ● Næsta heilsunámskeið er 11.–25. mars en síðan 15.– 29. apríl sem nær þá yfir páskana. ● Flest stéttarfélög, sjúkra– og fræðslusjóðir styðja við félagsmenn vegna lífsstílsbreytinga og fræðslu á hótelinu. Þá eru félög að hugleiða að bjóða upp á dvöl á hótelinu sem tækifæri til orlofsdvalar en hótelið er opið allt sumarið. Upphaf að betra lífi Ævintýraleg lífsreynsla Sigvør Laksá Elisabeth Andersen Valgeir Skagfjörð hjálpar reykingamönnum að sigrast á fíkn sinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.