Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 2
12. mars 2011 LAUGARDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kyn- ferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutök- um hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslu- töku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeið- ingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar- meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálf- um mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlust- að á frásagnir kvennanna í hús- næði Drekaslóða áður en fund- urinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði vilj- að gera,“ segir hann. „Allan tím- ann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lög- reglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunn- ar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óvið- eigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabil- ið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi. ÓLÖF DÓRA BARTELS JÓNSDÓTTIR A T A R N A í dag. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Yesmine, geturðu ekki gert þér mat úr þessum verðlaunum? „Auðvitað, maður verður að gera gott úr því sem maður hefur.“ Matreiðslubók Yesmine Olson hreppti bronsverðlaun í flokki indverskrar mat- seldar í stærstu matreiðslubókakeppni veraldar í París. EFNAHAGSMÁL Birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefur verið frestað um hálfan mánuð. Til stóð að kynna áætlunina í gær. „Undanfarið hefur sérstakur stýrihópur, sem í eiga sæti efna- hags- og viðskiptaráðherra, fjár- málaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, haft forystu um mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta,“ segir í til- kynningu efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins. „Enn er nokkur vinna framundan til þess að stýri- hópurinn geti lokið tillögugerð sinni til ríkisstjórnarinnar. Það er því óhjákvæmilegt að fresta afgreiðslu áætlunarinnar.“ Taka á afstöðu til áætlunarinn- ar í ríkisstjórn 25. mars og kynna hana samdægurs. - óká Áætlun um haftaafnám bíður: Birtingu frestað um tvær vikur VIÐSKIPTI Ragnar Önundarson, varaformaður stjórnar Lífeyris- sjóðs verzlun- armanna (LV), sagði af sér í gær. Ragnar var forstjóri greiðslukorta- fyrirtækisins Kreditkorta, nú Borgunar, sem þátt tók í ólög- legu samráði kortafyrirtækjanna frá 2002 til 2006. Eftir umfjöllun Kastljóss- ins um málið á fimmtudagskvöld hringdi formaður LV í Ragnar og lýsti því yfir að hann teldi Ragn- ar eiga að stíga til hliðar. „Ég var sammála því,“ segir Ragn- ar. Hann útilokar ekki að brott- hvarf hans hafi áhrif á setu hans í stjórn Framtakssjóðsins fyrir hönd LV. „Umboð mitt er í höndum sjóðs- ins. Ég mun gera það sem hann óskar,“ segir Ragnar. - jab Ragnar hættur í stjórn LV: Gæti haft áhrif á Framtakssjóð RAGNAR ÖNUNDARSON LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók tvo bílþjófa á Arnarneshæð í gær með því að aka á stolna bílinn og þvinga þá út af veginum. Bílnum, Nissan-jeppa, hafði verið stolið í Norðurmýrinni skömmu áður á einkar bíræfinn hátt. Eigandi bílsins hafði verið að gefa öðrum bíl start og var að ganga frá köplunum í skottið þegar bílnum, sem var enn í gangi, var skyndilega ekið á brott. Lögregla hóf þegar leit að mönn- unum og sat fyrir þeim á Arnar- neshæðinni. Þrír bílar tóku þátt í aðgerðinni og ók einn þeirra á jeppann til að þvinga hann út af. Mennirnir voru færðir í handjárn og fluttir til yfirheyrslu. - sh Bíræfnir þjófar í Norðurmýri: Bílnum stolið strax eftir start VIÐSKIPTI „Gjaldeyrishöftin setja okkur í þessa stöðu. Okkur fannst ekki hægt að gera annað. Þetta var það eina sem við gátum gert í því umhverfi sem við búum við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vika er liðin síðan samþykkt var á aðalfundi stoðtækjafram- leiðandans Össurar að taka félagið af hlutabréfamarkaði hér. Þau eru jafnframt skráð á mark- að í Kaupmannahöfn. Síðasti við- skiptadagur bréfanna er föstu- dagurinn 25. mars næstkomandi. Kauphöllin tilkynnti hins vegar í gær að þrátt f y r i r þ et t a verði h luta - bréf félagsins tekin aftur til viðskipta eftir helgina og muni fjárfestar geta bæði keypt og selt hlutabréf Össurar með sama hætti og áður í íslenskum krónum. Kauphöllin beitir fyrir sig sam- evrópsku regluverki um kauphall- ir sem innleitt var hér árið 2007 og heimilar að taka verðbréf til viðskipta án samþykkis útgefanda hafi verðbréfin verið tekin til við- skipta á öðrum verðbréfamarkaði innan evrópska efnahagssvæð- isins. Ekki liggur fyrir hvort félagið verði áfram í úrvalsvísi- tölunni. „Það er grundvallarréttur hlut- hafa að geta bæði keypt og selt hlutabréfin. Við vorum í þeirri stöðu að hefði kauphöllin ekki tekið bréfin á ný til viðskipta hefðu íslenskir hluthafar aðeins getað selt bréfin,“ segir Páll. - jab Kauphöllin ætlar að taka hlutabréf Össurar aftur til viðskipta eftir afskráningu: Þurfa ekki samþykki félagsins PÁLL HARÐARSON Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður Mál kvennanna sem ásaka Gunnar Þorsteinsson um kynferðisbrot er nú orðið formleg kæra. Skýrslutökur eru komnar langt á veg. Gunnar kallar málið æru- meiðingar. Mestu máli skiptir að hann viðurkenni brotin, segir ein kvennanna. GUNNAR ÞORSTEINSSON Fyrrverandi forstöðumaður Krossins, verður yfirheyrður af lögreglu á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Thor lést þann 2. mars síðastliðinn, 85 ára að aldri. Thor var með merkari rithöf- undum sinnar kynslóðar, en hann gaf út sína fyrstu bók, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. Hann hlaut fjölmargar viður- kenningar hér á landi og erlend- is á ferlinum. Meðal annars má nefna Bókmenntaverðlaun Norð- urlanda árið 1987 fyrir skáldsög- una Grámosinn glóir, en Thor var einnig gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands á síðasta ári - þj Thor Vilhjálmsson jarðsunginn THOR VAR JARÐSUNGINN FRÁ DÓM- KIRKJUNNI Í GÆR Kistuberar voru þau Guðný Halldórsdóttir, Erlendur Sveinsson, Valgerður Benediktsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Benedikt Pálsson, Gísli Sigurðsson, Jón Norland og Páll Guðmundsson. SJÁVARÚTVEGSMÁL Fundur Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusam- bandsins (ESB) í makríldeilunni, sem stóð frá miðvikudegi til föstu- dags, var jákvæðari en fyrri fund- ir að sögn Tómasar H. Heiðar, aðal- samningamanns Íslands. Ekki náðust samningar um lok deilunnar, en Íslendingar áréttuðu þar að útgangspunktur- inn væri núver- andi hlutdeild Íslands í makríl- veiðunum, á bilinu 16 til 17 prósent, en Tómas segir að samninganefnd Íslands hafi jafnframt gefið til kynna „aukinn sveigjanleika til að fallast á lægri hlutdeild“ af heildar- afla gegn aðgangi að lögsögu ESB og Noregs. „Við væntum þess að ESB og Nor- egur muni í framhaldinu stíga skref til móts við okkur,” segir Tómas. - þj Ósamið í makríldeilunni: Jákvæðum fundi lokið TÓMAS H. HEIÐAR VIÐSKIPTI Kröfu skiptastjóra í þrotabúi GH1, áður Capacent, um að Capacent láti af hendi eignir með innsetningu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Capacent. Þar segir að við kaup á rekstri fyrirtækisins í haust hafi aðeins óveðsettar eignir verið keyptar. Í þrotabúinu hafi setið eftir veðsett- ar eignir. Löglega var staðið að kaupum á rekstrinum, samkvæmt niðurstöðu sýslumanns. - jab Kaup á Capacent sögð lögleg: Óveðsettar eignir seldar SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.