Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 34
12. mars 2011 LAUGARDAGUR34 M argt fótbolta- áhugafólk um v íða veröld gerði óspart gys að Louis v a n G a a l , þáverandi þjálfara Barcelona, árið 2000 þegar hann sagðist eiga sér þann draum að vinna Meistara- deild Evrópu með ellefu heimaalda leikmenn í liðinu. Í réttu hlutfalli við síaukinn peningaaustur í knatt- spyrnunni og minnkandi hollustu leikmanna við lið sín er í raun ekki að undra að einhverjir hafi hæðst að yfirlýsingu þjálfarans. En níu árum síðar komst annar þjálfari, Pep Guardiola, glettilega nærri því að upplifa drauminn þegar Barce- lona-liðið sem hann stýrði til sig- urs í téðri Meistaradeild innihélt átta leikmenn sem ólust upp hjá félaginu. En árangursríkt unglingastarf Barcelona hefur ekki einungis gert það að verkum að margir telja núverandi lið félagsins með þeim bestu í knattspyrnusög- unni. Í spænska landsliðinu sem stóð uppi sem sigurvegari á HM í Suður-Afríku á síðasta ári voru átta leikmenn frá Barcelona, þar af sjö uppaldir hjá félaginu, og sex þeirra voru í byrjunarliðinu í sjálf- um úrslitaleiknum. Þá fékk unglingastarf félags- ins enn eina rósina í hnappagatið þegar tilkynnt var að þeir Xavi, Lionel Messi og Andrés Iniesta hefðu orðið efstir í kjöri FIFA á leikmanni ársins í fyrra. Allir gengu þeir í gegnum sína mótun sem leikmenn í La Masia, ung- lingastarfi stórveldisins frá Kata- lóníu. Bóndabær frá 18. öld La Masia, sem útleggst sem bónda- bærinn í beinni þýðingu, er raun- ar nokkuð margslungið hugtak í þessu sambandi. Upprunalega er það nafnið á húsi frá árinu 1702 sem Barcelona festi kaup á árið 1954 og nýtti í ýmsum tilgangi, meðal annars sem höfuðstöðvar félagsins, allt til ársins 1979 þegar það tók við hlutverki akademíu fyrir unga leikmenn víðs vegar að frá Spáni. Þá er æfingasvæðið í kringum húsið einnig nefnt La Masia og enn fremur er allt ung- lingastarf félagsins, með öllum sínum reglum, áherslum og við- loðandi heimspeki, gjarnan kallað La Masia í daglegu tali. Það var enginn annar en snill- ingurinn Johan Cruyff sem stakk upp á því við Josep Núñez, þáver- andi forseta Barcelona, að líkja eftir vel heppnuðu unglingastarfi hollenska liðsins Ajax fyrir 32 árum. Starfinu var ætlað að halda hugsjónir hins hollenska „Total football“ í heiðri og hefur sú lína reynst lífseig. Í nýlegu viðtali við breska ríkis- útvarpið (BBC) útskýrir núver- andi stjórnandi La Masia, Carles Folguera, grunnhugmyndina að baki starfinu á þann hátt að liðið sem heldur boltanum sé ávallt lík- legt til að stjórna spilinu og hrað- anum í leiknum. „Við leitum alltaf að vel hugsandi leikmönnum sem hræðast ekki að taka mikilvægar ákvarðanir. Leikmönnunum sem hafa hæfileika og búa yfir tækni og snerpu. Við teljum ekki mikil- vægt að leikmennirnir séu líkam- lega sterkir,“ segir Folguera og bætir við að styrktaræfingar á borð við lyftingar og hlaup hefj- ist ekki hjá nemendum La Masia fyrr en þeir séu orðnir sextán ára gamlir. Allt fram að því er áhersl- an eingöngu lögð á boltameðferð. Lítið um lúxus La Masia, sjálft húsið sem hýst hefur þann mikla fjölda af fram- úrskarandi fótboltamönnum sem unglingastarf Barcelona hefur skilað af sér, lætur ekki mikið yfir sér. Það er steinsnar frá Camp Nou, heimavelli liðsins, er sex hundruð fermetrar að stærð á tveimur hæðum og lítið um lúxus innandyra. Þeir sextíu drengir sem dvelja í akademíunni á hverj- um tíma (tíu þeirra eiga herbergi í sjálfum bóndabænum) æfa knatt- spyrnu í um eina og hálfa klukku- stund á dag. Þeim mun meiri áhersla er lögð á að þeim gangi vel í námi svo þeir hafi þann mögu- leika að fara í háskóla eða finna vinnu við hæfi ef þeir verða ekki atvinnumenn í íþróttinni. Á hverju ári sækja yfir þúsund spænskir drengir á aldrinum sex til átta ára um vist í La Masia, en auk þess hefur Barcelona útsend- ara á sínum snærum víða um heim sem hafa augun opin fyrir efnileg- um leikmönnum. Um fimm hundr- uð drengir hafa yfirgefið heimili sín og komið til dvalar í La Masia á þeim rúmlega þrjátíu árum sem liðin eru síðan akademían var stofnuð. Um helmingur þeirra er frá Katalóníu og aðrir frá öðrum héruðum Spánar og víðar, til að mynda Kamerún, Brasilíu, Sene- gal og Argentínu. Unglingastarfið nýtt vel Kostnaðurinn við rekstur La Masia, þar sem svo margir af hæfileikaríkustu leikmönnum heims hafa stigið sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum, er tæpur milljarður króna á ári, um það bil einn tíundi af verðinu sem Chelsea greiddi fyrir þjónustu framherj- ans Fernando Torres frá Liver- pool í janúar síðastliðnum. Það vekur þá spurningu hvers vegna önnur topplið í Evrópu reyni ekki eftir fremsta megni að líkja eftir unglingastarfi Barcelona í von um árangur? „Önnur félög á borð við Real Madrid hafa líka á að skipa mjög öflugu unglingastarfi, en munur- inn er sá að þau nýta ekki leik- mennina sem koma upp úr starf- inu. Starfið er ekki klárað. Þetta er dálítið eins og að framleiða Ferrari en nota hann svo aldrei,“ segir Albert Puig, verkefnastjóri akademíunnar, í viðtali við BBC og bætir við að Barcelona leggi mikla áherslu á að hleypa reglu- lega ungum, uppöldum leikmönn- um í aðalliðið. Þó kemur fyrir að leikmönnum sé leyft að yfirgefa La Masia full snemma og geta það reynst kostn- aðarsöm mistök. Til að mynda fór Cesc Fàbregas til Arsenal sextán ára gamall og Gerard Piqué eyddi fjórum árum hjá Manchester Uni- ted áður en hann var keyptur aftur til Barcelona fyrir tæpa tvo millj- arða króna. Tímamót í vændum Í vor verða því mikil tímamót í sögu Barcelona þegar unglinga- starfið flyst í heild sinni í ný heim- kynni annars staðar í borginni, þar sem aðallið félagsins æfir einnig. Aðstaðan stækkar úr sex hundruð fermetrum bóndabæjarins í fimm þúsund fermetra á fimm hæðum og inniheldur herbergi fyrir allt að áttatíu unga leikmenn. Aðdáenda Barcelona og góðrar knattspyrnu vegna er vonandi að með flutning- unum tapist ekki þeir töfrar sem umlykja La Masia og þá starfsemi sem þar fer fram. Heimildir: bbc.co.uk, fcbarce- lona.com, wikipedia.org Bóndabærinn að baki Barca Sá frábæri fótbolti Barcelona sem áhugamenn um allan heim dást að um þessar mundir er að miklu leyti afrakstur unglinga- starfs félagsins, sem hófst í núverandi mynd í gömlum bóndabæ fyrir þrjátíu árum. Kjartan Guðmundsson kannaði málið. BESTIR Þeir Andrés Iniesta, Lionel Messi og Xavi urðu efstir í kjöri Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins á leikmanni ársins í fyrra. Allir gengu þeir til liðs við La Masia, unglingastarf Barcelona, ungir að aldri og eru enn duglegir við að heimsækja Akademíuna og gefa ungum leikmönnum góð ráð. NORDICPHOTOS/AFP MIKILVÆGT HÚS La Masia, bóndabærinn frá 1702 sem hefur hýst unglingastarf Barcelona frá árinu 1979, lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn en hefur heldur betur haft áhrif á knattspyrnuheiminn. NORDICPHOTOS/AFP ■ NOKKUR AFSPRENGI UNGLINGASTARFS BARCELONA Í GEGNUM TÍÐINA 06.45 Fara á fætur og búa um rúmið 07.00 Morgunverður í La Masia 07.30 Tilbúnir í skólabílinn 08.00-14.00 Skóli 14.15 Hádegismatur 15.00 Frí 16.00-18.00 Heimalærdómur 19.00-20.45 Æfing 21.00 Sturta og rúta aftur til La Masia 21.30 Kvöldmatur 22.00 Sjónvarp/internet Dagleg dagskrá nem- enda við La Masia Josep Guardiola Fæddur: 1971 Staða: Knattspyrnustjóri Barcelona Gekk til liðs við La Masia þrettán ára gamall og átti glæsilegan feril með félaginu sem afturliggjandi miðjumaður. Lagði skóna á hilluna árið 2006, gerðist þjálfari varaliðs Barce- lona árið 2007 og aðalliðsins ári síðar. Á fyrsta tímabili hans sem knattspyrnustjóri vann Barce- lona þrennuna frægu: deildina, bikarinn og Meistaradeildina. Thiago Motta Fæddur: 1982 Staða: Miðjumaður hjá Inter- nazionale Fæddist í Brasilíu en á ítalskan afa og leikur því með ítalska landsliðinu. Gekk í La Masia sautján ára gamall árið 1999, fór frá Barcelona til Atletico Madrid árið 2007, Genoa 2008 og loks Inter 2009. Pepe Reina Fæddur: 1982 Staða: Markvörður Liverpool Sonur markmannsins Miguel Reina sem lék með Barcelona og Atletico Madrid. Byrjaði í La Masia þrettán ára gamall árið 1995 og lék með Barcelona til ársins 2002 þegar hann fór til Villarreal og svo til Liverpool árið 2005. Sergio Busquets Fæddur 1988 Staða: Miðjumaður hjá Barcelona H inn hávaxni Sergio og pabbi hans, markmaðurinn Carles Busquets, ólust báðir upp í La Masia. Sá síðarnefndi var á mála hjá Barcelona í tólf ár en sonur- inn var kominn í landsliðið innan við ári eftir að hafa fyrst leikið með aðalliði félagsins. Var í byrj- unarliði heimsmeistara Spán- verja í öllum leikjum liðsins á HM í Suður-Afríku. Andreu Fontàs Fæddur: 1989 Staða: Varnarmaður Barcelona G ríðarlega efnilegur kata-lónskur varnarmaður sem hefur hingað til aðallega leikið með varaliði Barcelona en þó komið inn í aðalliðið við og við og staðið sig vel. Miklar vonir eru bundnar við þennan leik- mann, sem skoraði meðal annars í heimaleik Barcelona gegn Rubin Kazan í Meistaradeildinni í des- ember síðastliðnum Dæmi um fle iri leik- menn frá La M asia: Mikael Arteta ( Everton) Bojan Krkic (B arcelona) Albert Ferrer ( hættur) Carles Puyol ( Barcelona) Víctor Valdés ( Barcelona) Luis García (Pa nathinaikos) Guillermo Am or (hættur)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.