Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 20

Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 20
12. mars 2011 LAUGARDAGUR Styrkir úr Pokasjóði Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2011. Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 1. apríl nk. Umsóknir skulu fylltar út á www.pokasjodur.is en þar eru allar upplýsingar um sjóðinn, fyrirkomulag og styrki. Í ár hefur verið ákveðið að ein- skorða styrki við tvö málefni, mannúðarmál og umhverfismál. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjóðnum. UMSÓKNARF RESTUR RENNUR ÚT 1 . APRÍL Í dag hefst fundaferð um Reykja-vík, þar sem fyrirhugaðar sam- einingar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgar- stjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórn- enda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbún- ingsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifær- um þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlaleg- ar breytingar á frístundaheimil- um borgarinnar, sameina 30 leik- skóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þess- ara breytinga hefði krafist ítar- legrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við for- eldra, tíma, ráðrúms og gagnrýn- innar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagn- arferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstutt álit frá þeim, lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er á að sam- þykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreyt- ingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Sam- fylkingar hefur ekki aðeins huns- að samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fag- starf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnu- brögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðun- ar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi. Fram fram fylking! Skólamál Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna Ég skora á for- eldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Á nýliðnu Búnaðarþingi bænda var meðal annars fjallað um fæðuöryggi og framleiðslu á mat- vælum á heimsvísu. Í Frétta- blaðinu á föstudaginn sér leiðara- höfundur ástæðu til þess að hnýta í það að bændur rökstyðji andstöðu sína við ESB-aðild með því að vísa til fæðuöryggissjónarmiða. Því er haldið fram að Bændasamtökin grípi gjarnan til hugtaksins þegar þurfi að „réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla“ eins og leiðarahöfund- ur orðar það. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag keppast þjóðir heims við að tryggja sína eigin matvælaframleiðslu og ræða hvað þær geta lagt af mörkum til að brauðfæða heimsbyggðina. Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heims- vísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar. Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö millj- arðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat, en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafn- lega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvæla- framleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er. Efnahagslegt umrót Loftslagsbreytingar hafa margvís- leg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróður- eldar og vatnsskortur valda því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína, þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækk- anir og efnahagslegt umrót. Verðhækkanir á mat Matvælaverðsvísitala FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur hækk- að hratt og áhrifin eru þegar víð- tæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarð- ur manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarleg- ar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%. Gerum ekki lítið úr vandanum Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þótt við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma er okkur hollt að horfa út fyrir túngarð- inn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggð- in stendur frammi fyrir. Bænda- samtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvör- ur, standi landið fyrir utan Evr- ópusambandið. Ástæðan er ein- faldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir val- inu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötfram- leiðsla dragast verulega saman. Sáttmáli um fæðuöryggi? Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslend- inga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógnuðu fæðuör- yggi heimsins og benti á að Íslend- ingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hags- munum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvæla- framleiðslu og reglum um nýtingu lands. Í hugum bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að fram- leiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir. Matur er mál málanna Landbúnaður Haraldur Benediktsson form. Bændasamtaka Íslands Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að fram- leiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.