Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. mars 2011 9
569 5100
skyrr@skyrr.is Velkomin
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
1
-0
3
5
2
Skýrr leitar að deildarstjóra fyrir samskiptalausnir EJS, sem
er hluti af Skýrr. EJS er 200 manna svið innan Skýrr.
Samskiptalausnir EJS selja og þjónusta lausnir á borð við
Alcatel, BroadSoft og Microsoft Lync (OCS).
Starfssvið
· Stefnumótun í sölu- og ráðgjöf samskiptalausna EJS
· Dagleg stjórnun samskiptalausna EJS
· Vinna að markaðsstefnu og áætlanagerð
· Virk þátttaka og stuðningur við sölustarfsemi
· Samstarf við aðra stjórnendur Skýrr, einkum á sviði
samskiptalausna
· Samskipti við erlenda starfsemi félagsins í
samskiptalausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólamenntun og/eða viðamikil starfsreynsla í
upplýsingatækni og/eða fjarskiptum
· Þekking á rekstri og þjónustu við símstöðvar æskileg
(jafnt eldri sem yngri kerfi)
· Miklir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu
og riti
· Brennandi áhugi á nýjungum í upplýsingatækni, einkum
samskiptalausnum
· Góð enskukunnátta skilyrði
· Hugmyndaauðgi, metnaður og þjónustulund nauðsynlegir
eiginleikar
Skýrr leitar að sérfræðingi til starfa hjá samskiptalausnum EJS.
Stjórnandi samskiptalausna EJS Sérfræðingur í Microsoft Lync (OCS)
Starfssvið
· Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina EJS á sviði
samskiptalausna
· Áhersla á samskiptalausnir Microsoft Lync (OCS)
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólamenntun eða viðamikil starfsreynsla í
upplýsingatækni eða fjarskiptum
· Reynsla af vinnu með Microsoft Lync (OCS)
· Viðamikil reynsla af rekstri Microsoft-lausna
· Vottanir og prófgráður í Microsoft-lausnum eru kostur
· Brennandi áhugi á nýjungum í upplýsingatækni, einkum
samskiptalausnum
· Góð enskukunnátta skilyrði
· Frumkvæði, metnaður og þjónustulund nauðsynlegir
eiginleikar
Nördar eru töff
Tvö spennandi störf í samskiptalausnum
Ástríða
Starfsfólk Skýrr tæklar viðfangsefni sín af
forvitni, jákvæðni og metnaði. Starfsfólk
Skýrr er glaðvært og hlakkar til að mæta í
vinnuna.
Snerpa
Viðbragðsflýtir, frumkvæði og sveigjanleiki
einkenna starfsfólk Skýrr, sem er alltaf á
tánum og nálgast öll verkefni með
þjónustulund í fyrirrúmi.
Hæfni
Fagmennska er starfsfólki Skýrr í blóð borin.
Dugnaður, nákvæmni og samviskusemi eru í
hávegum höfð hjá landsliðinu í
upplýsingatækni.
Skýrr er skemmtilegasta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni
og 9. stærsta UT-fyrirtæki Norðurlanda. Starfsfólk
fyrirtækisins er tæplega 1.100 talsins. Viðskiptavinir skipta
tugþúsundum. Skýrr býður atvinnulífinu heildarlausnir á sviði
hugbúnaðar, vélbúnaðar og rekstrarþjónustu.
Fyrirtækið er fjölskylduvænt, jafnréttissinnað og hlúir vel að
starfsfólki. Sveigjanlegur vinnutími, fín laun og frábærar
vinnuaðstæður í boði. Magnað kaffi, frábært félagslíf og tíðar
uppákomur sömuleiðis. Gildi Skýrr eru ástríða, snerpa og
hæfni. Það er töff að vera nörd.