Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 88
12. mars 2011 LAUGARDAGUR60 sport@frettabladid.is Borgartún 25 Höfum til leigu rými frá 25m² á 1. hæð í Borgartúni 25 Áhugasamir sendi inn fyrirspurn á leiga@almc.is MARGRÉT KARA STURLUDÓTTIR mun spila með KR á móti Snæfelli þegar úrslitakeppni kvenna hefst í dag þrátt fyrir að hafa verið rekin út úr húsi á móti Haukum á miðvikudaginn. Aganefnd dæmir ekki í málinu fyrr en á þriðjudaginn. Haukar og Njarðvík spila klukkan 13.30 á Ásvöllum en KR og Snæfell mætast síðan klukkan 16.00 í DHL-höllinni. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki tryggja sér sæti í undanúrslitununum þar sem bíða tvö efstu liðin í deildarkeppninni, Hamar og Keflavík. HANDBOLTI Það gekk ekki áfalla- laust fyrir strákana okkar að komast til Bielefeld í gær. Örlítil seinkun var á fluginu, vélin þurfti síðan að sveima yfir Frankfurt í hálftíma áður en hún gat lent. Þegar hún loks lenti þurfti að bíða í tæpan klukkutíma eftir farangrinum. Nokkur bið var síðan á þjóðveginum vegna slysa og tók ferðin til Bielefeld því einnig drjúgan tíma. Til að bæta gráu ofan á svart gleymdi Kári Kristján Kristjánsson síðan laxi í flugvélinni. Með góðri hjálp tókst að endurheimta laxinn um síðir. Ballið var ekki búið þar því enn síðar kom í ljós að Kári hafði gleymt að taka töskuna sína af bandinu. Varð að taka allar töskurnar úr rútu íslenska liðsins til þess að athuga hvort taskan hans Kára hefði komið með. Það gerði hún blessunarlega og hópurinn gat því keyrt brosandi burt frá Frankfurt til Bielefeld. - hbg Kári Kristjánsson í ógöngum: Gleymdi laxi í flugvélinni KÁRI KRISTJÁNSSON Eyjamaðurinn var að ferðast með lax í vélinni en gleymdi honum um borð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son var brattur eftir æfingu hand- boltalandsliðsins í gærkvöldi. Hann gat lítið beitt sér í fyrri leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla en er að verða miklu betri af meiðslunum. „Ég var með í fyrsta sinn í fótboltanum og ungir unnu sinn fyrsta sigur. Það þarf ekki að segja meira,“ sagði Snorri Steinn og brosti breitt. „Mér líður alltaf betur og betur og þarf að fara varlega. Ég er mest hræddur við að þetta versni aftur því ég er marinn undir öllu táberginu. Þetta lítur samt vel út og á réttri leið.“ Guðmundur þjálfari er að hamra á því við strákana að þeir mæti tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu á morgun en liðið mætti ekki nógu tilbúið til leiks gegn Þjóðverjum á HM og tapaði. „Andlegi þátturinn skiptir miklu máli. Þjóðverjarnir munu mæta særðir til leiks. Það er að duga eða drepast fyrir þá. Þeir munu fá mikinn stuðning og ef við mætum ekki klárir þá er þetta fljótt að fara í vaskinn,“ sagði Snorri Steinn. „Við megum helst ekki lenda í því að elta því þá eru þeir góðir eins og við sáum á HM. Við verðum því að mæta afar grimmir frá fyrstu mínútu. Ef við lögum það sem upp á vantaði í síðasta leik og mætum með hausinn rétt skrúfaðan á þá erum við í fínum málum.“ Snorri Steinn er einn þeirra leik- manna liðsins sem skartar mynd- arlegri mottu í tilefni mottumars og hann er ánægður með mottuna. „Ég held að það sé enginn mott- umars hjá mér heldur sé hérna mættur hinn nýi Snorri. Fólk þarf að fara að gera sér grein fyrir því. Ég hef aldrei fengið svona mikið af hrósi og það frá fólki sem ég treysti. Ég trúi ekki að það sé að gera grín að mér,“ sagði Snorri og minnti á síðu þeirra félaga á mott- umars.is en þar heita strákarnir Oberlippenbartchens. - hbg Snorri Steinn Guðjónsson er allur að koma til eftir meiðslin: Verðum að mæta grimmir frá byrjun SNORRI STEINN GUÐJÓNSON Er allur að koma til eftir meiðslin sem hann varð fyrir í dönsku deildinni um síðustu helgi. Hér er hann á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI „Aðalatriðið er að við komum tilbúnir í leikinn. Þetta er ekki ósvipuð staða og á HM. Þá vorum við búnir að vinna þá í tvígang fyrir mót. Þá voru þeir grimmari en við og með frum- kvæðið í leiknum. Við vorum allt- af á eftir og við verðum að læra af því,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari ákveð- inn eftir æfingu íslenska lands- liðsins í Bielefeld í gær. Íslenska landsliðið mætir því þýska í Gerry Weber-höllinni glæsilegu í Halle á morgun. Um hálfgerðan úrslitaleik er að ræða hjá liðunum um það hvort liðið fær sæti á EM á næsta ári. Það lið sem vinnur verður komið í mjög vænlega stöðu í riðlinum. Það verður engu að síður við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu enda þýska liðið sterkt og þess utan með 11 þús- und áhorfendur á sínu bandi en uppselt var á leikinn fyrir nokkru síðan. „Þeir ætla aldeilis að hefna fyrir leikinn á miðvikudag og við verðum að vera klárir í þann slag. Við verðum að hafa frumkvæðið sem þarf til þess að klára svona leiki. Við verðum því að undirbúa okkur mjög vel andlega. Að sjálf- sögðu þurfum við líka að undirbúa okkur fyrir þær varnir sem þeir munu líklega spila gegn okkur,“ sagði Guðmundur en þýska liðið verður enn sterkara en á miðviku- dag því örvhenta stórskyttan Hol- ger Glandorf mun snúa til baka en hann hefur oftar en ekki reynst íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu. „Hann fór illa með okkur á HM og við verðum að mæta honum.“ Guðmundur leggur mikla áherslu á andlega þáttinn fyrir þennan leik og var strax byrjaður að lemja það inn í strákana í gær að það þýddi ekkert annað en að mæta brjálaðir frá fyrstu mínútu. „Andlegi þátturinn verður að vera í lagi. Þetta verður allt annar leikur en á miðvikudag. Það verð- ur allt á móti okkur og því verð- um við að vera klárir. Það vil ég fá fram. Ég vil fá hundrað prósent einbeitingu, grimmd og frum- kvæði. Ég vil að við séum á undan í þessum leik. Það er lykilatriði.“ Ástandið á íslenska hópnum er ágætt. Snorri Steinn að koma til en Sverre Jakobsson er aðeins slæmur í ökkla eftir að hafa mis- stigið sig og Alexander kvartaði aðeins yfir verkjum í öxl en sagði að hún yrði ekki til vandræða. „Við tryggjum stöðu okkar verulega með sigri í þessum leik en við vitum líka að við erum að mæta afar góðu liði. Við þurfum á öllu okkar að halda,“ sagði Guð- mundur sem verður með tvær æfingar í dag. Það er mikil pressa á kollega Guðmundar hjá Þýskalandi, Hei- ner Brand, en hermt er að hann verði rekinn eftir 14 ára starf í sumar ef liðið kemst ekki á EM. „Ég veit ekki hvort það vinnur með okkur. Ef við erum klárir þá getur það gerst. Annars átta ég mig ekki á því. Þetta gæti hvatt liðið áfram en ég er ekki að spá í það heldur að ná mínu liði í gang.“ VERÐUM AÐ VERA Í LAGI ANDLEGA Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að andlegi þátturinn muni skipta gríðarlegu máli í leiknum mikilvæga gegn Þýskalandi á morgun. Guðmundur vill sjá alla menn á tánum strax frá fyrstu mínútu og vonast til þess að strákarnir hafi lært af leiknum á HM. EINBEITTUR Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MÆTTIR TIL ÞÝSKALANDS Íslensku strákarnir Alexander, Arnór, Kári og Vignir, sjást hér á æfingu í gær. Henry Birgir Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson skrifa og mynda í Halle í Þýskalandi. henry@frettabladid.is villi@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.