Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 68
12. mars 2011 LAUGARDAGUR40
í Perlunni 9.-13. mars
Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207
Netfang: perlan@perlan.is · Vefur: www.perlan.is
Louiian!LOUISIANA
Dagskrá:
14.00 Setning fundar og kynning á nýju lógói
14.05 Annáll SVÞ 2010
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
14.15 Hefðbundin aðalfundarstörf
14.35 Kaffihlé
15.00 Ávarp
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra
15.10 Ræða formanns
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
15.30 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við HÍ
Lífið með höftunum – hvernig munu höftin
móta efnahagslífið á næstunni?
16.00 Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital
Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fyrirspurnir og umræður
16.30 Gestum aðalfundar er boðið að þiggja léttar veitingar
á Grand Hóteli.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
7
6
0
Fundarstjóri: Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrar Deloitte hf.
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.
ATVINNULÍFIÐ OG KRÓNAN
Hvernig verður sambúðin á komandi árum?
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn
fimmtudaginn 17. mars kl. 14.00 í Gullteigi A, Grand Hóteli.
Sjónarhorn
Ljósmynd: Valgarður Gíslason
STUND MILLI STRÍÐA
Það var handagangur í öskjunni á
Laufskálum í Grafarvogi, eins og
flestum öðrum leikskólum, í vikunni
þegar öskudagurinn var haldinn
hátíðlegur. Þessi ungmenni vita þó
að kapp er best með forsjá og töldu
ráðlegast að rýna örlítið í heimsbók-
menntirnar í fjörinu miðju.
Þennan dag árið 1947, fyrir réttum 64 árum,
lagði Harry Truman Banda-
ríkjaforseti fyrir samein-
að þing, opinbera stefnu
um að Bandaríkin myndu
styðja Grikkland og Tyrk-
land, bæði efnahagslega og
hernaðarlega. Það var gert til
að tryggja að ríkin tvö lentu
ekki undir áhrifasvæði Sov-
étríkjanna sem höfðu þegar
nánast innlimað flest ríki
Austur Evrópu.
Þessi nýja hugmyndafræði
fékk nafnið Truman-kenningin og fól í sér að Bandaríkjunum bæri að
halda aftur af uppgangi kommúnisma út um allan heim.
Í ræðu sinni fyrir fulltrúadeild og öldungadeild bandaríska þings-
þann 12. mars sagði Truman:
„Hinar frjálsu þjóðir heimsins horfa til okkar til að styðja við frelsi
þeirra. Ef við bregðumst í leiðtogahlutverki okkar munum við stefna
heimsfriði í hættu og hagsmunum okkar eigin þjóðar.“
Þessi ræða er oft talin marka upphaf kalda stríðsins þar sem sam-
band Bandaríkjanna og Sovétríkjanna breyttist úr kyrrstöðu í baráttu
um áhrif.
Einn angi af þessari nýju stefnu var tilkoma Marshall-aðstoðarinnar
síðar sama ár, þar sem Bandaríkin studdu dyggilega við uppbyggingu
ríkja Vestur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. - þj
Heimild: Truman Library
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1947
Truman-kenningin lögð fram
í Bandaríkjunum
Bandaríkin taka sér stöðu gegn kommúnisma um heim allan
HARRY TRUMAN OG GEORGE MARSHALL