Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2011, Blaðsíða 8
12. mars 2011 LAUGARDAGUR8 Jarðskjálftinn sem skók Tókýó og stóran hluta Japans í gær var sá stærsti sem Stefán Lárus Stef- ánsson sendiherra Íslands í land- inu hefur fundið. „Maður verð- ur býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröft- um,“ segir hann. Lárus var staddur í þrílyftu sendiráðshúsi Íslands, en þar hélt í gærkvöldi nokkur hópur fólks kyrru fyrir þar sem samgöngur í Tókýó voru úr skorðum. Un n ið va r að því í sendi- ráðinu að ná í Íslendinga sem búsett ir eru ytra. Stefán sagð- ist ekki vitað hvort Íslendingar kynnu að hafa verið á flóðasvæð- um, en flestir væru í Tókýó. „Fólk kemur til landsins og er á ein- hverju svæði en er ekkert að hafa samband við okkur dagsdaglega,“ segir hann og vísar á borgaraþjón- ustuna í utanríkisráðuneytinu vilji fólk leita upplýsinga um ættingja eða vini í Japan. - óká Sendiherra Íslands í Japan hafði aldrei upplifað annað eins og í skjálftanum: Höfðu samband við Íslendingana STEFÁN LÁRUS STEFÁNSSON HAMFARIR Í JAPAN Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt ann- ars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Bene- dikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálfta- verkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíu- falt með hverri heilli stærð á Rich- ter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svo- kölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brota- línu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svoköll- uðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrra- hafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skil- unum.“ Risa- skjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfing- arnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, ein- faldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðar- lega þéttbýlu svæði,“ segir Bene- dikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifa- svæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Land þrýstist upp en ekki til hliðar Stóri skjálftinn í Japan í gær er níu hundruð sinnum öflugri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. Þéttbýli gerir áhrif af skjálftum margalt meiri í Japan. DR. BENEDIKT HALLDÓRSSON Á hverju ári verður hálf milljón greinan- legra jarðskjálfta í heiminum. Fimmtung- inn verður fólk vart við, en að jafnaði eru ekki nema 18 yfir sjö á Richter. Skjálftamyndandi hreyfing jarðfleka Venjulegt/ þrýstigengi: Flekarnir hreyfast lóðrétt, falla annað hvort, eða þrýstast upp á við. Þverbrotabelti: Flekar ganga til á láréttu, eða því sem næst láréttu, misgengi. Sökkbelti: Einn jarðfleki þrýstist undir annan. Flekaskil: Flekar færast í sundur þannig að til verða jarðsigsdalir eða neðansjávarhryggir. Heimild: Bandaríska jarðskjálftamiðstöðin (USGS) ©GRAPHIC NEWS „Ég er í sendiráðinu með sendiherranum og öðrum að hringja út um allt,“ segir Bolli Thoroddsen verkfræðingur. Hann var á fundi í mið- borg Tókýó þegar skjálftinn reið yfir og segir borð hafa farið að hristast og hluti falla úr hillum og brotna. Unnið var að því allan daginn að ná í Íslendinga í Japan. „Það gengur vel, við vitum ekki til þess að nokkur hafi lent í neinu. En þetta er náttúrulega alveg hræðilegt.“ Þegar Fréttablaðið náði síðast tali af Bolla var komin nótt en hann átti von á því að vaka í sendi- ráðinu alla nóttina. Enn hefði ekki náðst í alla og hringt yrði áfram í fólk um nóttina. Um átta leytið í gærkvöldi var búið að ná í fimmtíu Íslendinga af þeim fimmtíu og fimm sem voru á lista ráðuneytisins. Sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki talið að Íslendingarnir sem ekki hefur náðst í séu í neinni hættu eða að neitt hafi komið upp á hjá þeim. - þeb Hringja út í alla nótt BOLLI THORODDSEN „Ég var um tíma alveg viss um að ein skólabygging- in myndi annað hvort hrynja eða að glerin myndu brotna,“ segir Villimey Sigurbjörnsdóttir, skiptinemi í Tókýó. Hún var stödd í skólanum þegar skjálftinn reið yfir og fylgdi öðrum nemendum út úr skólanum. „Ég fann þá fyrir alvöru hvað jörðin hristist mikið og ég stóð bara þarna og fylgdist með byggingunum sveiflast til og frá.“ Hún segir verst hafa verið að síma- kerfið virkaði ekki og hún gat ekki náð sambandi við eiginmann sinn, sem er einnig í skiptinámi í Tókýó. Hún gat þó sent Facebook-skilaboð til sinna nánustu og látið vita af sér. - þeb Flúði úr fjórtán hæða húsi eftir jarðskjálftann „Ég bý sjálfur í 30 kílómetra fjarlægð frá skólanum svo ekki get ég auðveldlega snúið heim, en ég fann þó skjól yfir höfuðið heima hjá vini mínum eftir að hafa kúldrast á bar og veitingastað í um fjóra klukkutíma,“ segir Vilhelm Smári Ísleifsson háskóla- nemi í Tókýó. Vilhelm var í skólanum þegar skjálftinn reið yfir. „Það varð uppi fótur og fit þegar jarðskjálftinn varð og ég yfirgaf bygginguna, sem er fjórtán hæðir, ásamt vinum mínum umsvifalaust.“ Hann segir fólk afar skelkað. Sá byggingar sveiflast til og frá í skjálftanum VILLIMEY SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR VILHELM SMÁRI ÍSLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.