Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1924, Side 11

Sameiningin - 01.04.1924, Side 11
105 Og hafísinn, sem löngu er landfastur orÖinn viö félagslíf okkar, heitir öfund. Þaö vill æði oft veröa í smáum mannfélögum, aS afbrýÖi og öfund valdi þar kulda og miklu vetrarríki. ÞaÖ er okkar mesta óhamingja. ÞaÖ er öfundin milli mannanna og mannflokkannna, sem liggur sem hafis viö land, og veldur kulda í félagslífinu. ÞaÖ þarf blíðan andvara sunnan frá sól til þess að hrekja hafísinn frá landi. Það er andi Jesú Krists, sem bræðir ísinn af sálum mann- anna. Það er sama hverju viö trúum; éf við höfum ekki anda Krists í okkur, þá sitjum við1 fastir í ísnuni; Það gildir hvorki “rétttrúnaður” né “fríhyggja”, ef andann vantar—heilagan anda. Hver svo sem félagsleg aöstaðan er, og á hverjum kirkju- bekk, sem menn sitja,' þá er ís og kuldi, ef þar er ekki andi Drottins Jesú. Þeirra sumarmála einna óskar Sameiningin lesendum sínum, að þeir allir verði aðnjótandi beilags anda Jesú Krists. Á Sumardaginn fyrsta vildum vér geta beðið kærleikans eilífa föður meö orSum skáldsins: “Dát undur þinnar ástar vekja Upp elsku hreina’ í hverri sál, Og öfund burt og hatur hrekja, Og heiftrækninnar slökkva bál. Lát börn þin verða’ í elsku eitt Og elska þig, sinn föður, heitt.” —B.B.J. Sunnudagsskóladagur. Síðasta kirkjuþing vort fól forseta að velja einn sunnudag á árinu, er sérstaklega væri helgaöur sunnudagsskolamálinu í söfnuSum vorum. Vakti það fyrir þinginu að vekja athygli á þennan hátt á máli, sem rétt á litið hlýtur aS skoðast sem eitt- hvert mesta stórmáliS á starfskrá vorri. Hugmyndin var ekki aS reyna að koma einhverjum fjörkipp í málið rétt snöggvast, heldur með einum sérstökum sunnudagsskóladegi að vekja meiri áhuga fyrir öllum sunnudagsskóladögum. Með þeim skilningi vil eg verða við áskoran kirkjuþings-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.