Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1924, Page 21

Sameiningin - 01.04.1924, Page 21
115 HELREIÐIN. Saga eftir SELMU LAGERLÖF. Kjartan Helgason þýddi. I. ÞaS er upphaf sögu þessarar, að lítil stúlka lá fyrir dauðanum. Hún hét Jódís og haföi verið “systir" við ræfilmenna-hæli Hjálp- ræðishersins. Hiin hafði fengið lungnatæringu svo bráða og svxsna, að ekki varð viðnám1 veitt, nema eitt ár. í lengstu ,lög hafði hún verið á ferli og gegnt vana-verkum sínum. Bn þegar mótturinn var alveg á þrotum, var hún send í heilsuhæli. Þar var henni hjúkrað nokkra mánuði; en henni batnaði ekki. Og þegar hún sá loksins, að öll lífs- von var úti, fór hún heim til móður sinnar. Hún átti heima í hús- kytru, sem hún sjálf átti, í einu úthverfi borgarinnar. (Þar lá nú Jódís j rúminu' sinu, í sama litla herberginu, sem hún hafði sofið i áður, meðan hún var barn og heimasæta. Nú beið hún þar dauða síns. Móðir hennar sat við rúmistokkinn, hnuggin og kviðin, en grét þó ekki. Hún gaf sér ekki tóm til þess. Hún var alt af að hjúkra og hagræða dóttur sinni. Þar var ihugurinn allur við. ■Við rúmgaflinn til fóta stóð önnur “systir”, María að nafni, stallsystir Jódísar, og grét í hljóði. Hún horfði framan í Jódisi með jniíkilli ástúð og hafði ekki augun af henni, nema þegar þau fyltust tárum, og flýtti hún sér að þurka þau af. Stóll var hjá rúminu, lítill og lélegur. Jódís hafði haft miklar mætur á honum og flutt hann með sér, hvert sem hún fór. Á hon- um satvnú kona, mikil vexti. í hálsmálið á kjólnum', hennar var saumað stórt S.*) Hún hét Anna, og var höfuðsmaður í Hjálp- ræðishernum. Henni hafði verið boðið annað betra sæti, en hún fékst ekki til að skifta um; rétt eins og það væri gert sjúklingnum til þægðar, að sitja á þessum stólgarmi. Þetta var á gamlárskvöld. Úti var idumbungs-veður og þykt í lofti. Þeim fanst kalt og hráslagalegt, er inni sátu. En ef út var komið, fanst veðrið vera furðu milt og mollulegt. Jörðin var auð og aldökk. Ein og ein hvít flyksa féll í hægðum sínum niður á jörðina, en varð að vatni, er niður kom. Úrkomulegur var hann, en hékk þó þurr, að kalla. Viindur og snjór virtust ekki nenna að *) Merki Hjálpræðishersins.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.