Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 8
230 umst jafn-sannleikselskir og þeir, mun oss frá ljósum þeirra skína æ meiri .birta, er lýsi oss fram á brautir sannleikans, í æfi- langri þrá og bæn um meira ljós. En þá þrjá hugsa eg mér nú, hliö viÖ hlið, viÖ fætur frlesarans á himnum, lesandi saman i lífsins eilífu bók, í anda tárhreinnar bróSurelsku; og mér er ljúft að gera mér í hugarlund, að þeir oftlega krjúpi aÖ fótum friðargjafans og biðji sameiginlega fyrir oss. En þó vér að sjálfsögðu minnumst mannanna fyrstu, sem orÖið prédikuðu fyrir oss, þá leggjumst vér það ekki undir höf- uð, að minnast aðallega sjálfrar 'prédikunarinnar. Prédikun orösins er hjartapunktur hins kristilega safnaðar-lífs. Tím- arnir breytast á margan hátt og mennirnir með. En aldrei fellur úr gildi það boðorS Drottins: FariS, — prédikið gleði- boðskapinn. Ritað mál og prentað befir á mörgum sviSum komið aö miklu leyti í stað hins talaða orðs. En GuSs orð er enn og verður ávalt lagt á lifandi tungu hins kristna prédikara. Söfnuöur GuSs á líf sitt undir því, aS Guð gefi eldlega tungu og ástheita sál þeim, sem hann sendir til að prédika sannleikans eilífa orS. En sönn prédikun er ekki sama og snjöll ræða, ekki sama sem létt og lipurt mál þess, er talar í prédikunarstóli, ekki sama sem spakleg framsetning heimspekilegra hugmynda, ekki sama sem sketntilegt og skáldlegt háfleygi ræðumannsins. Sönn préikun er Guðs orð. Ætlunarverk prédikarans er aS ausa af lindum sannleikans í heilagri ritningu og bera bikar lífsins vatns frá kenningu og persónu Jesú að vörum náðarþyrstra sálna mannanna. Kristinn prédikari kann ekki aðra list en þá, aö vera túlkur, — túlka mál Jesú Krists fyrir söfnuðinum. Samt má prédikarinn aldrei vera sem lífvana lúður. Heitt og lif- andi hjarta prédikarans verður að gefa orðinu lif og sál, “því ritning er hljómlaus, hol og dauö, ef hjarta les ekki í máliÖ.” Á þessum minningardegi hinnar kristilegu prédikunar á meðal vor íslenzkra Vesturheims-manna, finnum vér víst allir, sem GuS hefir jíjörið aS prédikurum síns orðs, vanmátt vorn og synd, og vér krjúpum fyrir Guði biðjandi: Kyrie eleison, Drott- inn, miskunna þú oss! Prédikari orðsins þarf um fram alt aS vera sjálfur orðsins maSur, vera vakandi og sofandi þar sem Guðs örk er, eins og Samúel, og lesa helgar ritningar við GuSs larnpa. Andrikur prédikari verSur enginn nema sá, sem lifir mikinn hluta lífs síns

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.