Sameiningin - 01.08.1924, Síða 17
239
Miss Were undrandi. Án þess aS svara oröum hennar, tók Chi-
cagomaSurinn gamalt eintak af stórblaöinu New Ýork Herald upp
úr vasa sínum, fann þar vissa grein, sem hann benti Miss Were á,
um leið og hann fékk henni blaðiö, og hún las eftirfarandi grein:
“Washington, mánudagskvöld. — Forsetinn hafði meðal annara
gesta í dag, Booker T. Washington.”
“Jæja, hvað er athugavert við þetta?” spurði Miss Were.
“Það,” sagði Chicago-maðurinn, “að Roosevelt er óhafandi,
því að Mr. Booker T. Washington er, eins og allir Ameríkumenn
viti, Negri.” — Mr- Gaddum sneri sér að skipstjóra skipsins, Capt.
McFadd, sem þögull hafði hlustað með bros á vörum á samræð-
una, sem átt hafði sér stað í 'borðsalnum. “Booker,” sagði Mr.
Gaddum, “er ef til vill mikill maður og vel lærður, -— en negri er
negri ,og hvítur maður er hvítur, eða er það ekki satt?” og vék nú
ræðu sinni til skipstjórans, sem enn hafði ekkert orð lagt til sam-
ræðunnar.
“Segjum nú 'svo,” sagði skipstjórinn, “að þessi Negri, sem um
er að ræða, sé sannur heiðursmaður, breytir það ekki afstöðunni,
ef svo skyldi vera?”
“Hvað sem því líður, er hann Negri, eftir sem áöur, enda hefí
eg aldrei séð Negra, sem var sannur heiðursmaður,” sagði Chicago-
búinn.
“En það hefi eg gert,” sagði skipstjórinn. “Eg hefi þekt
Negra, sem var jafnsvartur og hatturinn þinn er, og þó var hann
sá strang-heiðarlegasti maður, sem eg hefi nokkru sinni þekt.”
“AS undanskildum þeim, sem nú eru við borðið,” sagði ungur,
liáttstandandi Englendingur, sem nú var á heimleið úr konuleit í
Bandaríkjunum, án þess að hafa fundið það, sem hann leitaði að.
“Með allri viröingu fyrir þeim, sem viðstaddir eru, held eg að
Negri sá, sem eg hefi í huga, hafi að öllum sálarhæfileikum til
verið jafn-virðingarverSur og nokkur hér staddur”, sagði skipstjór-
inn um leið og hann roðnaði.
“Vel mælt af skipstjóranum; en nú krefjumst við að fá að heyra
söguna af Negranum þínum,” sagöi Miss Were.
Á fyrri ferðum höfðum við, sum af okkur, hlustað á sögur
skipstjórans, sem, auk ágætra hæfileika sinna sem skipstjóri, kunni
einkar vel aö segja sögur. Þess vegna tóku nú fleiri í strenginn
og beiddu hann að lofa okkur að heyra söguna um Negrann, er
hafði svo mjög heillað hann með sálargöfugleik þeim, er hann
bjó yfir.
Um dálitla stund var skipstjórinn þögull, en svo tók hann til
máls á þessa leiö:
“Þetta er ekki frásaga, sem eg hefi nokkru sinni sagt frá, nema
konu minni og börnum, við arinn minn heima, á löngum vetrar-
kvöldum. Eg skal reyna aö segja ykkur hana, en hvort að hún
fellur ykkur í geð,—þaS er annað mál.”