Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 19
241 í samræmi viö líkama hans, því þar var hrukka við hrukku og rún. viö rún. Eineygöur var hann , og huldi augnalok hans það lýti að nokkr.u. Viö hlið hans á hafskipabryggjunni var segldúks geymslupoki,. hirzla sjómannsins víðsvegar um heim. Á kné sér haföi hann fuglabúr, i því söng og hoppaöi undur-fagur söngfugl,— áhyggjulaus og glaöur, sem væri hann í átthögum sínum. “Þ’egar eg nálgaðist liann, stóð hann upp, tók ofan og sagði: ‘Gott kvöld, herra minn. Ert þú skipstjóri á Olivia? Vantar þig ekki matrreiðslumann, góðan matreiðslumann, sem getur búið til á- gætan mat, soöinn, steiktan, bakaðan; og svo allskyns góðgæti, svo sem “pie”, “pudding” o. s. frv?’ “Eg sagði honum, að eg væri skipstjórinn, að eg þyrfti mat- reiðslumanns meö, — en jafnframt, að eg héldi að hann væri of gamall til þess að takast þann starfa á hendur. ‘Þá er eg maður- inn, sem þú þarfnast/ sagöi hann góðlátlega, með þeim hreim orð- anna, er Suðurrikja Negrar ávalt eru einkendir með. ‘Gamall, segir þú, eg er sextugur, en ekki degi eldri.’ “Þá bauð eg honum tuttugu dollars á mánuði og var hann þá fastráðinn sem matreiðslumaður á gufuskipið Olivia; en eg heyrði hann segja eins og við sjálfan sig: ‘Guði sé lof, hann annast um gamla Hiram eins og fyr.’ “Þá hina sömu nótt sigldum við áleiðis til Havana. Næsta morgun átti eg tal við yfirstýrimann minn, Mr. Emery, sagði hon- um að kaffið, sem matreiðslumaðurinn hefði framreitt, hefði verið sérstaklega gott, og meöan við- vorum enn að tala um þetta, var morgunverður borinn á borð. Alt hafði á sér þann aðlaðandi blæ, að bragði og ilm, sem hægt var við að búast. Þ'að var líkara mál- tíð hjá Delmonic'o, en nokkru öðru. Eg gladdist, hugsaði um það, að ekkert er það til, sem gerir menn ánægðari á langri, þreyt- andi sjóferð, en góðar máltíðir, vel og hreinlega fram bornar. — Ekki var meira um þetta sagt, en glögt sá eg merki þess, hve ánægð- ir að hásetarnir voru, og hve glaðlega þeir litu til matreiðslumanns- ins, þótt ekki væri hann ósjálegri, en eg hefi þegar á minst. En það var oftar sungið og blístrað um borð nú, en nokkru sinni síðan við höfðum lagt út frá Liverpool. Ef það er satt, að matur sé mannsins megin, þá er hitt líka ábyggilegt, að Hiram matreiðslu- maður var brátt vinsælasti maðurinn um borð. “Þá var það einhvern daginn, að eg tók eftir því, að matreiðslu- maðurinn var að gefa söngfuglinum sínum að borða. Karfan hans hékk innan við dyrnar á matreiðsluhúsinu. Það sama kvöld kom gamli maðurinn til mín, og hafði einkennilegrar bónar að biðja mig, en hún var sú, að lofa sér að syngja í hásetaklefanum á kvöld- in, drengjunum til skemtunar. “Eg leit fram á dekkið; sá eg þá, að margir af hásetunum höfðu safnast þar saman, og sýnilega biðu þess, hvort leyfi fengist hjá mér. Eg spurði hann, hvort hann gæti sungið; svaraði hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.