Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 21
243
öllum skipverjum lét hatur í ljós viö gamla manninn. Bill Selby,
svo haföi hann skrifað sig á skipsskjölin, geröi Hiram alt til móðg-
unar, en sökum trúarbragða sinna, sem voru gamla manninum
helgari en alt annað, gat hann ekki jafnað sakir á honum.
“Svo var þaS einn morgun, aS afloknmn morgunverSi, að
Hiram hafði hengt búriS út og litli söngvarinn söng af öllum mætti
sína fögru söngva; gamli maðurinn sat þar nálægt og var að lesa í
sálmabókinni sinni. Hiram sat þannig, aS hann sneri aS mér, þar
sem eg stóS hjá stýrishúsinu, og eg.tók eftir svipbreytingum hans,
er fóru eftir samkend hans á því, er hann las.. Hann var svo sokk-
inn niSur í lesturinn, að hann vissi ekki fyr en Selby hafði læSst að
honum og hrifsaS bókina úr hendi hans. Eg heyröi hann segja:
‘Iierra minn, hví gerir þú þetta?’ ‘Af því eg hefi líka ánægju af
skáldskap, engu síSur en þú/ svaraöi vélarstjórinn. ‘Eg held eg
bleyti í þessu sálmarusli þínu,” sagði hann, og samstundis fleygði
hann sálmabókinni fyrir borð.
“Á styttri tíma, en tekur til frásagnar haföi Hiram hlaupiS
upp á boröstokkinn og steypt sér í sjóinn á eftir bókinni, sem var
honum svo undur kær. f>á var hrópað: ‘Maöur útbyrSis!!’ Vél-
arnar voru stöðvaSar. ViS vorum í þann veginn aS losa um einn
bátinn og láta hann leggja af staS, þegar Hiram hrópaði til okkar:
‘Fáist þið ekki um að lækka bát, mér dugir kaðall’; og þarna synti
hann rösklega, meö bókina milli tannanna. Loks var kastaS til hans
reipi, og eftir öríitla stund var hann úr helju heimtur, eins og ekkert
hefSi í skorist.
“Selby var þar meöal skipverja, eins og ekkert hefði í skorist;
en um leiö og gamli maSurinn, gekk fram hjá honurn, sagöi hann:
‘Drottinn fyrirgefi þér, vin.ur minn.’ — En nú varð eg að kalla
dökkleita vininn minn til viötals í klefa mínum. Það er dálítiS
athugavert aS stökkva fyrir borS og vera valdur að því, að stöSva
skipið fyrir lengri tíma. En hann, hóf samtaliS, áSur en eg yrti á
hann. ‘Eg veit, aS eg hefi brotiö reglur, en herra minn, mér datt
ekkert í hug um þaS, né neitt annað; eg hugsaði aS eins um sálma-
bókina mína og vinina í Kentucky, sem gáfu mér hana. Hún er ó-
metanlega mikils virði til mín. En eg skal glaSur bera þá hegn-
ingu, sem eg hefi til unniS.’
“Nú mintist eg á það, sem Selby hafSi gert, nfl. að kasta bók-
inni fyrir borS. ‘Já, að vísu kastaSi hann bókinni i sjóinn; en,
herra minn, ef til vill var það ekki ásetningur hans. Eg held fast-
ara í bókina mína næst. HegniS honum ekki, herra minn- Hann
er í Drottins hendi’.”
Frá 'Bandalagi Sclkirk safnaðar.
Bandalag Seikirk safnaöar hélt samsæti fyrir foreldra meölima
sinna 9. júní síSastliSinn, og var þá veitt móttaka fermingarbörn-