Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 22
244 unum, sem1 öll gengu í Bandalagiö, 23 að tölu. Var þaö stór og fallegur hópur, og er vonandi, að þaö veröi bæöi þeim og félaginu til blessunar. Voru hinir nýju meðlimir og foreldrarnir ávarpaðir með stuttum ræðum af meðlimum Bandalagsins, en þeim ræðum var svarað af séra S. O. Thorlakssyni fyrir hönd safnaSarins og séra N. S- Thorlakssyni fyrir hönd foreldranna. Einnig var söngur og hljóSfærasláttur; söngflokkur sunnudagsskólans, um 30 aS tölu fált meðlimir Bandalagsinsý, söng fallegan söng um sumarið. Svo voru veitingar fram bornar, og skemtu menn sér svo fram eftir kvöld- inu viS leiki. Um 120 manns voru viöstaddir. 28. júní gekst Bandalagið fyrir bátferð á ánni ("Moonlight Excursion”). VeSriS var inndælt enda tók margt fólk þátt í þess- ari skemtiferS. Veitingar voru á boSstólum á bátnum, og notaöi fólk sér þaö vel. ArSurinn var $150-00, og var hann lagöur í kirkju- byggingarsjóðinn. Sár harmur var þaS meðlimum Bandalagsins, er sorgarfregnin kom norðan af Winnipeg-vatni, að félagsbróðir þeirra, Stefán Bessa- son, hefði druknaö. Stefán heitinn var góSur piltur, að eins 18 ára að aldri, var fermdur hér fyrir fjórum árum síðan og gekk þá í BandalagiS, og var alt af á fundum þess og samkomum, þegar hann var í bænum. Hann stundaSi fiskiveiðar meS föSur sínum og var því 'oft norSur á vatni. Hann var i söngflokki sunnudagsskólans, og var mjög sönghneigSur. BandalagiS lagði fallegan blómsveig á kistu hins framliðna bróöur, og flestallir meSlimir þess voru við- staddir útförina. Fermingarbræður hans báru hann til grafar. HELREIÐIN. Saga eftir SELMU LAGERLÖF. Kjartan Helgason þýddi. fEramh.) “Eg veit ekki vel hvernig það gat atvikast, aö í rnorgun var eg á ferS úti, meS körfu á handlegg og átti víst aS færa mat! einhverj- um fátækling. Eg var komin aS húsabaki, þar sem eg hafði aldrei komiS áSur. Þar voru stórhýsi alt í kring, vel hirt og prýSileg útlits. Svo var aS sjá, sem þar ættu efnamenn heima. Eg skildi ekki, hvert erindi eg gat átt þangaö. En þá tók eg eftir því, að á einum húsveggnum var dálítið útskot; þaS virtist hafa átt aS vera hænsnahús. Nú hafSi veriö reynt aö breyta því í manna-híbýli.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.