Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 24
246 því, að veröa fegin og þakklát, ef eg gæti foröað hinum börnunum burt héöan að heiman.’ i “Þegar eg heyröi þetta, greip mig sár harmur. Hvernig haföi Davíð fariö meö heimili sitt, konuna og börnin? Eöa, réttara sagt, hvernig haföi mér farist viö þau? Þaö var eg, sem haföi komið honurn inn i heimilið aftur. “Eg tók aö gráta, og grét hátt, þar sem eg stóð í stofuhorn- inu. En ekkert skildi eg í því, að hinar konurnar virtust ekki taka eftir því; engin þeirra gaf mér neinn gaum. “Eg sá, að húsfreyja gekk til dyra, sagðist skyldu' fara út á götuna að kalla á börnin; þau væru ekki langt i burtu. “Hún gekk fram hjá mér, og það svo nærri mér, að fatagarm- arnir hennar strukust við mig. Þá fleygði eg mér á kné, tók í pilsið hennar, bar það upp að vörum mér og kysti það grátandi. En eg kom engu orði upp; rangsleitnin gekk svo fram af mér, sem eg hafði haft í frammi við þessa konu. “Það undraði mig, að hún skyldi alls ekki taka eftir mér. Og gat skilið það þó, að hún vildi ekkert viö mig tala, sem steypt hafði heimili hennar i ógæfu. “Una hætti viö aö fara út, því að önnur frúin sagöi við hana, að enn væri nokkuð ógert, sem gera þyrfti, áður en kallað væri á börnin. Hún dró skjal upp úr tösku sinni, og las það hátt. Það var yfirlýsing, sem báðir foreldrar barnanna áttu að skrifa undir, þess efnis, að þau fælu frúnni börnin sin á hendur, meöan heimili þeirra væri sýkt af berklum. “Þegar hér var komið, var hrundið upp hurð, sem var á öörum vegg stofunnar, og inn gekk Davíð Hólm. Eg gat ekki varist þeim grun, að hann hefði staðið á hleri bak við þessa hurð, til þess að geta komið í opna skjöldu, þegar verst gegndi. “Hann var jafn-sóðalega til fara og hann var vanur, og ill- girnin skein út úr honum. Hann leit i kring um sig með sýnni ánægju, að mér virtist, rétt eins og hann fagnaði öllu volæðinu, sem hann var sokkinn í. “Hann hóf máls á því, og fón um það mörgum orðum, hve elskur hann væri að börnunum sínum; þegar nú eitt af þeim væri komið i sjúkrahúsiö, þá tæki hann sárt að verða þar á ofan aö láta hin bæði frá sér fara. ‘Aðkomu-frúrnar skeltu skolleyrunum við þessu, og létu þess getið, að meiri hætta væri á, að hann misti börn sín, ef hann héldi þeim heima. “Meðan Davíð lét dæluna ganga, varð mér litið á konu hans. Hún hafði hörfað út að vegg, og starði á Davíð. Svo fanst mér, að sá maður mundi horfa á böðul sinn, sem væri að taka út meiðsli og misþyrmingar. “Þá fór mér að skijast það, að eg hafði unnið meira illvirki, en mér hafði til hugar komið áður. Eg þóttist sjá, að undir niðri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.