Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Síða 31

Sameiningin - 01.08.1924, Síða 31
253 nú verö eg að fara, og héSan af get eg ekki láti'ð hann sjá mig í þeirri mynd, sem eg nú er.” “En ef hann iðrast og bætir ráð sitt?” segir Grímur. “Þú hefir sjálfur sagt, að um hann sé engin batavon,” segir röddin og titrar af harmi. “Eg bið að heilsa honum. Eg hélt, að við ættum að vera saman um alla eilífð, en héðan í frá má hann aldrei sjá mig. Segðu honum þetta frá mér.” “En ef hann gæti bætt fyrir brot sín ?” segir Grímur. “Berðu honum kæra kveðju mína,” segir röddin. “Eg má ekki fylgja honum lengur til þess að reyna að láta hann taka kveðju minni. Segðu honum það.” “En ef hann skyldi geta orðið allur annar maður?” segir Grimur. Röddin svarar, og er nú enn raunalegri en áður, og þó blíðari: “Þú mátt skila til hans,” segir hún, “að eg skuli alt af elska hann. Það er eina vonin, sem eg get gefið honum.” Davíð hafði brölt upp á kné í kerrunni. En þegar hann heyrði þessi síðustu skilaboð, tók hann rögg á sig, rykti sér upp, og stóð alt í einu beinn. Hann ætlar að þrifa í eitthvað, en það svífur burt út úr höndunum á honum, enda voru þær bundnar. Hann gat ekki vel greint þetta, en það var eitthvað skínandi bjart, og eftir á fanst honum, að aðra eins og fegurð hefði hann aldrei augum litið. — Hann langar til að slita sig lausan, og elta þetta, sem flúði út úr höndunum á honum. En þá kom á hann eins konar hcrfjötur, og reyrði hann fastan, rammlegar en nokkur bönd geta reyrt. Það var ástin, sem þannig náði nú tökum á honum aftur, eins og áður við banasæng Jódísar. Það var ást andanna; en í sambandi við hana er jarðnesk ást eins og svipur hjá sjón. Hún hafði verið að grafa um sig í honum, eins og eldur, sem er að magnast í kola- gröf; enginn sér aðfarir hans, fyr en blossunum fer að bregða upp við og við; þá eru kurlin vel á veg komin að verða alelda. Það var þess konar blossi, sem gaus upp í sál Davíðs. Það var ekki eldur, sem lýsir með tærum loga, en þó birti Davíð svo fyrir augum, að honum auðnaðist að sjá Jódísi, og hann sá hana svo him- infríða, að hann varð að hníga niður lémagna, og dirfðist ekki að koma nær henni, vildi það ekki og gat ekki fengið það af sér. VIII. Helreiðin mjakaðist áfram í niðamyrkri. Á báðar hliðar er þykkur skógur og hár, og stígurinn svo þröngur, að ekki sér til lofts. Klárinn virðist fara þar enn hægara en ella, hjólatístið lætur enn ver í eyrum, huganum sviður enn sárara, örvæntingin verður enn átak- anlegri í dauðakyrð skógarins. Alt í einu tekur Grímur i taumana, stöðvar skrapatólið sitt og segir hátt og snjalt: “Hvað eru allar þrautir, sem eg þoli, og hvað er alt það böl, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.