Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 4
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR4 FJÖLMIÐLAR DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjár- festingarfélagið Horn til sýslu- mannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á hádegi, segir í yfir- lýsingu frá ritstjórum DV. Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði í gær að blaðinu væri óheimilt að fjalla frekar um félagið, en blaðið hefur trúnaðar- gögn um félagið undir höndum. Jafnframt var blaðinu gert að skila inn trúnaðarupplýsingunum. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrir- tæki landsins eru,“ segir í yfir- lýsingunni. Fjárfestingarfélagið Horn er dótturfélag Landsbank- ans og er Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, stjórnar- formaður félagsins. Sýslumaður úrskurðar: DV mun ekki afhenda gögn ATVINNULÍF Færri fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina svo- kölluðu en vonir stóðu til. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, fjallaði um framgang- inn á fundi í gær. Beina brautin er samkomulag opinberra aðila og hagsmunaaðila í atvinnulífinu sem kynnt var um miðjan desember um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Árni benti á að í lok febrú- ar hefðu 363 fyrirtæki sem féllu undir samkomulagið fengið tilboð um endurskipulagningu skulda. Það er nokkuð undir væntingum en stefnt var að því að þau væru nú orðin fimm hundruð. Tveir mán- uðir eru þar til öll fyrirtækin sem falla undir samkomulagið verða komin með tilboð um aðstoð. Þau fyrirtæki sem hafa farið alla leið fengu skuldir lækkaðar um fimmtíu milljónir króna að meðal- tali. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sögðu báðir verkefnið þungt í vöfum og margt tefja fyrir. Öðru fremur væri það óvissa í gengislánamálum auk þess sem forsvarsmenn sumra fyrir- tækja gerðu sér óraunsæjar vænt- ingar um niðurfærslu skulda. - jab Of fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina og losnað við skuldaklafa: Gera sér óraunhæfar væntingar ÁRNI PÁLL Tveir mánuðir eru þar til öll fyrirtæki hafa fengið tilboð um leiðrétt- ingu skulda í gegnum Beinu brautina. EFNAHAGSMÁL Áttatíu prósent stjórnenda fyrirtækja telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar, samkvæmt niðurstöðu könnunar Capacent. Könnunin náði til fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins. Í sambærilegri könnun í desem- ber töldu 84 prósent stjórnenda aðstæður slæmar. Bjartsýnastir eru stjórnendur í fjármálastarfsemi, verslun og þjónustu, en svartsýnastir í bygg- ingarstarfsemi, sjávarútvegi og samgöngum. - jab Örlar á bjartsýni í atvinnulífi: Svartsýnin er enn ríkjandi Hefur kært framboðið Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, fram- bjóðandi í formannskjöri VR, hefur kært framboð Stefáns Einars Stefáns- sonar til formanns í félaginu. Hún segir hann hafa afritað og notað gögn úr kjörskrá. Stefán Einar neitar því. Guðrún Jóhanna vill að honum verði meinað að bjóða sig fram. FRAMBOÐSMÁL GENGIÐ 22.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,1012 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,37 113,91 185,79 186,69 161,42 162,32 21,644 21,770 20,407 20,527 18,106 18,212 1,398 1,4062 180,57 181,65 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is OPINN FUNDUR UM Opinn fundur um Icesave samninginn og þjóðaratkvæðagreiðsluna, fimmtudaginn 24. mars kl. 16:30 í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89. Frummælendur: Jóhannes Karl Sveinsson, lögfræðingur sem sat í samninganefndinni og Reimar Pétursson lögfræðingur. Fundarstjóri: Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynningarfulltrúi BSRB. Félagar fjölmennið! Icesave www.bsrb.is LÍBÍA Margvíslegur ágreiningur er innan NATO um árásirnar á Líbíu. Meðal annars er deilt um það hvort yfirstjórn NATO eigi að hafa umsjón með og forystu fyrir árásunum á Líbíu. Frakkar hófu árásirnar á laugar- dag og Bretar og Bandaríkjamenn fylgdu í kjölfarið án beinna fyrir- mæla frá yfirstjórn NATO. Tyrkir, sem eiga aðild að NATO, hafa ásamt fleirum gagnrýnt þetta. Þeir óttast að árásirnar á Líbíu veiki enn frekar stöðu NATO meðal múslimaríkja. Þeir segja að öll 28 aðildarríki bandalagsins þurfi að veita samþykki sitt áður en eitt eða fleiri aðildarríki hefji árásir á önnur ríki. Ekki virðist heldur almenn sam- staða um það, hvort markmið árás- anna geti falið í sér beina árás á Múammar Gaddafí sjálfan og þar með líflát hans. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að engan veginn sé stefnt að því að ráða Gaddafí af dögum, en í gær sagði David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, að engin framtíð væri í því fyrir Líbíumenn að hafa Gaddafí áfram við stjórnvölinn þar. Tals- maður Camerons bætti því við að ef Gaddafí skipulegði aðgerð- ir gegn almenningi í Líbíu gæti verið réttmætt að ráðast á hann, enda væri markmið aðgerðanna að vernda almenning. Rússar sátu hjá þegar ályktun um aðgerðirnar var samþykkt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Nokkurra daga hernaður, með töluverðu mann- falli meðal almennra borgara, hefur ekki sannfært þá um ágæti aðgerðanna. „Ályktun öryggisráðsins er meingölluð,“ segir Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, „Hún heimilar allt og minnir helst á áköll um krossferðir á miðöldum.“ Þýska stjórnin hefur einnig lýst efasemdum um aðgerðirnar. Hún styður það markmið aðgerðanna að vernda almenning í Líbíu, en segist ekki sjá sér fært að taka þátt í hernaðinum. Sú afstaða þýsku stjórnarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði á vett- vangi NATO og einnig heima fyrir í Þýskalandi. Bandaríkin, Frakkar og Bret- ar bera hitann og þungann af aðgerðunum en njóta aðstoðar Ítala, Spánverja, Belga, Kanada- manna, Dana og Norðmanna. Einn- ig hafa bæði Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin tekið þátt í hernaðinum. Stuttu áður en öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti loft- ferðabann yfir Líbíu hafði Araba- bandalagið lýst yfir stuðningi við slíkar aðgerðir. Nú, þegar árásir hafa staðið yfir í nokkra daga, hafa sum araba ríkin lýst yfir efasemdum. Utanríkis- ráðherrann í Alsír sagði til dæmis í gær að vestræn hernaðaríhlutun í Líbíu væri í engu hlutfalli við til- efnið og henni bæri því að hætta þegar í stað. gudsteinn@frettabladid.is Ágreiningur innan NATO um árásirnar Tyrkir eru ósáttir við frumkvæði Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Cameron segir Gaddafí sjálfan geta verið skotmark. Hjáseta Þjóðverja gagnrýnd heima fyrir. Pútín segir ályktun öryggisráðsins minna helst á áköll um krossferðir. BANDARÍSK HERÞOTA HRAPAÐI Árásirnar á Líbíu hafa ekki gengið áfallalaust. Í gær hrapaði bandarísk herþota af gerðinni F-15 en báðum flugmönnum hennar tókst að skjóta sér út í tæka tíð og komast til félaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 13° 10° 17° 17° 7° 7° 20° 16° 16° 7° 30° 3° 17° 14° 6° Á MORGUN 3-10 m/s. FÖSTUDAGUR 3-8 m/s. -1 -1 -5 -2 -2 -2 -3 3 0 2 1 6 2 3 2 2 3 4 8 7 4 4 3 -2 -2 -3 4 3 3 2 5 4 HLÝNAR LOKSINS Það lítur út fyrir að köldum éljakafl a sé að ljúka og við taki mildara og bjartara veður á föstudag og verður líklega þannig fram yfi r helgi. Vindur verður yfi rleitt hægur og því kjörið að nota góðviðri vikunnar til hvers kyns úti- vistar. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Iðnaðarráðherra segir að senn dragi til tíðinda varðandi atvinnuuppbyggingu og orku- nýtingu á Norðausturlandi. „Nú er lokahnykkurinn eftir,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í svari við fyrirspurn Höskuldar Þórhalls- sonar, Framsóknarflokki, í gær. „Landsvirkjun er að spýta í lófana,“ sagði ráðherrann; við- ræður stæðu yfir við Alcoa og fleiri aðila. Í sumar yrðu boraðar rann- sóknarholur á háhitasvæðum nyrðra og gerðar rannsóknir. Málið væri „á gríðarlega góðu róli“ og búa þyrfti samfélagið undir stórfellda atvinnuuppbygg- ingu. - pg Orkunýting norðaustanlands: Ráðherra segir að senn dragi til tíðinda DANMÖRK Danmörk er dýrasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat. Miðað við verð á hótelgistingu, veitinga- stöðum, menningaruppákomum og í verslunum og skáka Danir grönnum sínum Norðmönnum naumlega. Ísland er um miðjan lista, á svipuðum stalli og Grikkland og Þýskaland en ódýrasta landið er Albanía. Framkvæmdastjóri dönsku ferðamálasamtakanna segir í samtali við Berlingske Tidinde að vissulega sé Danmörk dýrt land en markmiðið sé að uppfylla væntingar ferðamanna. - þj Dýrt fyrir ferðamenn: Danmörk dýrasti áfangastaðurinn Í KAUPMANNAHÖFN Samkvæmt tölum Eurostat er Danmörk ferðamönnum dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.