Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 62
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR26 „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í ein- víginu mikla árið 1972 ásamt skák- borði, árituðu af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi for- seti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtæk- inu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnuð- ust fyrir tæpum fjörutíu árum í afmælis gjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengd- um Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmenn- ina frá sér ekki vera neitt sérstak- lega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby‘s en þeir selja víst ekki svona söfnunar- gripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York.“ Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborð- ið og taflmennirnir sem þeir not- uðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir tafl- menn hafa mjög merkilega sögu.“ Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönn- um tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game“ enda bjargaði hún ein- víginu.“ Guðmundur fékk taflmenn- ina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirn- ir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heim- sóknir á ári frá erlendum sjón- varpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svo- lítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði.“ freyrgigja@frettabladid.is BESTI BITINN Í BÆNUM N otkun á Íslandi, 100 M B innan dagsins. Þú greiðir f. símanr. og a ðra no tku n s kv . v er ðs kr á á si m in n. is Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Nýttu tækifærið og prófaðu! GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON: LEITT AÐ SJÁ ÞETTA FARA ÚR LANDI Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Blúsarinn Halldór Braga- son ætlar að reyna að vera viðstaddur jarðarför vinar síns, bandarísku blúsgoð- sagnarinnar Pinetop Perk- ins, sem er nýlátinn, 97 ára gamall. „Einhvern veginn kom þetta manni á óvart því maður hélt að Pinetop Perkins væri eilífur,“ segir Halldór. „Ég frétti þetta frá fjölskyldunni hans. Hann var að leggja kapal, fór út að reykja sígarettu og fannst hann vera slappur. Svo fékk hann hjartaáfall í svefni.“ Perkins kom þrisvar til Íslands, síðast árið 2009, þegar hann var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. „Hann er guðfaðir íslenska blússins. Ég er feginn að hafa fengið karlinn hingað enda var það algjör töfrastund þegar hann spilaði hérna,“ segir Halldór, sem hitti Perkins síðast í fyrra þegar blúsarinn aldni tók þátt í myndbandsverki listamannsins Ragnars Kjartanssonar, The Man. Perkins spilaði um tíma með Dóra og félögum í Blue Ice Band í byrjun tíunda áratugar- ins. Þeir gáfu saman út plötu sem Perkins sagði sína bestu á ferl- inum. Fyrr á árinu hlaut hann Grammy-verðlaun- in ásamt blúsaranum Willie Smith fyrir plöt- una Joined at the Hip en árið 2007 hlaut hann verðlaunin fyrir æviframlag sitt til tónlistar innar. Perkins hafði ekki drukkið áfengi í fjórtán ár þegar hann dó. „En hann fékk sér ham- borgara, reykti sígó, fékk sér eplaböku og brosti og hló. Það var eitthvað ótrúlegt við hann. Það var ekkert sem fór í taugarnar á honum,“ segir Dóri um vin sinn. „Þetta er mesta ljúfmenni sem ég hef nokkurn tímann hitt á ævinni.“ - fb Vill komast í jarðarför Perkins PINETOP PERKINS Blúsarinn aldni er farinn yfir móðuna miklu. NORDICPHOTOS/GETTY „Það er einhver draugur í þessum bassa. Bassabölvunin,“ segir Jón Þór Sigurðs- son, best þekktur sem Nonni kjuði, trommuleikari hljómsveitarinnar Dikta. Dikta hefur tvisvar á skömmum tíma lent í því að bassi Jóns Bjarna Pétursson- ar, bassaleikara hljómsveitarinnar, fylgir þeim ekki á áfangastað. Í fyrra skiptið kom hann ekki með flugi frá Þýskalandi til London og í það seinna var hljómsveit- in komin til Seattle þegar það fréttist af bassanum í Orlando – í rúmlega 4.000 kíló- metra í fjarlægð. Það var enginn annar en Guðmundur Kristjánsson, pabbi tónlistar- mannsins Mugisons, sem fann bassann á færibandi á flugvelli í Orlando. „Við hittum pabba hans Mugison í Leifsstöð,“ rifjar Nonni upp. „Svo lendum við í Seattle og þá kemur enginn bassi. Við bíðum og bíðum og bassinn kemur ekki. Svo erum við komnir í gegnum toll- inn og erum að bíða eftir að geta tilkynnt um týndan farangur þegar við fáum sms frá Mána [Péturssyni, umboðsmanni Diktu]. Þá hafði pabbi Mugisons komist í samband við hann.“ Guðmundur kannaðist við merkingarn- ar á bassanum og lét strax vita. Bassinn var svo sendur til Texas þar sem Dikta kom fram nokkrum dögum síðar á tón- listarhátíðinni South by Southwest. „Hann bjargaði bassanum,“ segir Jón að lokum og veltir fyrir sér hvar bassinn endi næst. - afb Pabbi Mugisons bjargaði bassa Diktu BÖLVUN BASSANS Bassi Jóns Bjarna hefur átt erfitt með að fylgja hljómsveitinni Diktu undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚR 3. SKÁKINNI Guðmundur G. Þórarinsson hefur sett taflmenn úr þriðju skák Boris Spasskí og Bobby Fischer á uppboð í New York enda þarf hann að kljást við erlent lán eins og svo margir aðrir. Þriðja skákin var tefld í bakherbergi Laugar- dalshallarinnar og þykir nokkuð söguleg. SYRGIR VIN SINN Blúsarinn Dóri Braga ætlar að reyna að vera viðstaddur jarðarför Perkins. „Shawarma-rúllan á Habibi í Hafnarstræti er besta Mið- Austurlandasamlokan sem þú getur fengið á landinu.“ Logi Hilmarsson kvikmyndagerðarmaður. „Þetta er eitt mesta brjál- æði sem ég hef upp- lifað og hef ég þó upp- l ifað margt,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson. Íslensk- ir aðdáendur bandarísku hljómsveitarinnar Eagles settu miðaverð ekki fyrir sig því uppselt er á tón- leika sveitar innar í Nýju Laugardalshöllinni hinn 9. júní næstkomandi. Miða- verðið var með því hærra sem gengur og gerist á Íslandi og kostuðu miðar á A-svæðið tæplega tuttugu þúsund. Þeir miðar ruku út eins og heitar lummur og fengu færri en vildu. Miðar á B-svæðið voru heldur ekki ókeypis því þeir kostuðu fimmtán þúsund krónur en aðdá- endur Eagles, sem eflaust flestir eru í eldri kantinum, létu það ekki aftra sér og bíða nú spenntir eftir að sjá goðin leika öll sín bestu lög. Alls verða 65 starfsmenn í föruneyti Eagles sem kemur hingað til lands. Það er með því mesta sem hefur komið hingað vegna tón- leikahalds. Einhver hluti starfsfólksins mætir fjórum dögum fyrir tónleikana til að hefja uppsetningu á sviði og hljóðkerfi en Eagles-lið- arnir sjálfir mæta svo til landsins á einkaþotu tveim- ur dögum fyrir tónleikana. Þeir hyggjast nýta miðviku- daginn 8. júní til æfinga og þá munu kokkarnir á veit- ingastaðnum Vox hafa í nægu að snúast því þeir munu elda ofan í listamennina og þeirra menn í Laugardals- höllinni sjálfri. - fgg Eagles-menn koma með einkaþotu LÚXUS Kokkarnir á Vox elda ofan í Glenn Frey og aðra Eagles-liða í Laugar- dalshöllinni þegar þeir æfa sig fyrir tónleikana 9. júní. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.