Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 46
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR30 ● fréttablaðið ● fermingar Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hér- lendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóð- ólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum“. Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma. Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar Sálma- bókina nýju í skrautbandi, gyllta í snið- um á 6 krón- ur. Bækur al- mennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóða- bækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíels sonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma ferm- ingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vand- aðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarn- an notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóst- nælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða. Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig aug- lýsti verslunin Gamla kompaníið v ið Hringbraut „t i lva ldar fermingar gjafir fyrir stúlkur“ sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni. Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhús- gögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansa- hillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bast ruggustólar og skrifborðs- stólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörn- in yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við ferm- ingarbarnið var settur inn hljóm- tækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettó- blaster eða jafnvel agnarlitlu sjón- varpi. - jma Vinsælar gjafir fyrri tíma Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr. Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna. Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi. Húsgögn hafa lengi verið með vinsælustu fermingargjöfunum og á sjöunda og átt- unda áratugnum voru þau oftar en ekki úr tekki; hillur, kommóður og skatthol. Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sí- fellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin ferm- ast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upp- lifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér.“ Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgara- legri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna,“ svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt. „Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig ein- blínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, al- menn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðun- um og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir.“ Hún getur þess að hvorki barn- ið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Sið- mennt til að geta fermst borgara- lega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því,“ tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýs- ingar. - rve Vinsæll valkostur Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa borgaralega fermingu. NORDICPHOTOS/GETTTY Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki Ipod Webcam Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.