Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 2
222 starfs og' þjónustu. Þá er um að gera að vera viðstadd- ur og svara til nafns síns. “Adam! Adam! Hvarertu?” Það var nafnakallið fyrsta. En Adam var hræddur og þagði — þorði ekki að svara til nafns. En Samúel ungi vakti í helgidóminum og las við Guðs lampa. Hann heyrði Guðs rödd, er hún kallaði nafn hans, og liann svaraði: “Hér er eg. ” Sæll er sá maður, sem lieyrir Guðs rödd kalla, og svarar hiklaust: ‘ ‘ Hér er eg. ’ ’ Sál frá Tarsus heyrði röddina miklu frá himni: “Sál! Sál!” Hann féll til jarðar. En von bráðar var hann við því búinn, að svara nafnakalli Drottins með því að lielga honum alt líf sitt. Kristur kallaði saman allan hóp lærisveina sinna í Galíleu. Kallaði síðan með nafni einn og einn afsíðis, þar til komnir voru tólf. “Símon Jóhannesson!—Hér, herra!” “Andrés Jóhannesson! — Hér.” “Jóhannes Zebedeusson! — Hér.” “Jakob Zebedeusson! — Hér”. Og svo hinir allir. Allir svöruðu til nafns. Hvílíkt slys, hefði einhver þeirra verið fjarverandi eða óviðbúinn að taka undir, þegar Kristur útnefndi postulana. Raunalegt var það páskakvöldið, þegar postulahóp- urinn var saman kominn í Jerúsalem, en einn var þar ekki viðstaddur og svaraði ekki til nafns, þegar Kristur biri - ist þeim í upprisudýrðinni. — Margan hendir sama slys og Tómas; er ekki til staðar, þegar Drottinn kemur og kallar. Það segir frá nafnakalli í 20. kap. Opinberunarbók- arinnar. Þá verður lokið upp bók lífsins og kallað upp með nöfn þeirra, sem eiga að inn ganga í dýrðina. Sælir eru þeir, sem þá fá að hevra nöfnin sín. Nafnakall er í söfnuði Drottins. Ivlukkurnar kaila til helgra tíða. “Söfnuðir Krists í sannri trú safnast um veröldu alla.” Angelus-stundin er komin. Hvert höfuð heygir sig í bæn. Guðsþjónustan hefst í húsi Guðs. Nafnakall! Drottinn nefnir mennina með nafni, sem liann á von á að viðstaddir sé. ‘ ‘ Hér er eg, ’ ’ svara menn. — En steinhljóð á milli. Enginn svarar til þessa nafns

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.