Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 17
237 trú sína með ræðuhöldum, og leggja nú mikla áherzlu á það, að gjöra presta sína að góðum ræðumönnum. peir eru farnir að leggja meiri rækt við mentun alþýð- unnar en áður: Ráða yfir 13 háskólum, 39 miðskólum og 19 barnaskólum. Alls munu nemendur í skólum þessum vera um tuttugu þúsund. pó gengur þetta starf ekki sem bezt, bæði vegna þess, hve kostnaðarsamt er að halda uppi skólum þessum; og svo er innbyrðis-ósamlyndið svo mikið meðal Búddamanna, að ómögulegt virðist að sameina “há- skólana.” pó skilja þeir það, að líði skólarnir undir lok, þá eru dagar Búddismans taldir í Japan. Kristniboðið er langt á undan Búddamönnum í þessari starfsemi. pá eru Búddamenn byrjaðir á alls konar líknarstarf- semi, og feta þar í fótspor kristniboðanna. Eru að stofna sunnudagsskóla, og kenna þar börnunum sögur af Búdda, ásamt söng og öðrum listum. Guðræknisfélög hafa þeir stofnað meðal kvenna og karla, kvöldskóla fyrir ungmenni og börn; bókasöfn, bændafélög, líknarstarf meðal fanga — og ýmislegt fleira mætti telja upp. pó er starfsemi þessi að eins í byrjun, og er langt frá því, að koma nærri kristn- um hugsjónum. Ekkert ráð er til dæmis gjört fyrir því, að barist verði gegn tveimur verstu löstum þjóðarinnar — vín- drykkju og saurlifnaði. Búddamenn eru mjög örir á fé, og það er hreinasta furða, hve vel þessi starfsemi er studd með f járframlögum, jafn-fátækt land og Japan er. En auðvitað er þeim annað hvort, að hefjast nú handa og koma nýju og betra lífi í trú- arbrögð sín. Að öðrum kosti eru dagar Búdda taldir í Japan. Vér, sem trúum á sigur kristindómsins, þurfum að vera vakandi og starfandi. pá þurfum vér ekki að óttast samkepni af hálfu Búddamanna né nokkurs annars heiðins trúarflokks. G. G. Sunnudagsskóla-þing. Bandalag sunúudagsskólanna í Manitoba heldur hið 39. ársþing sitt í Fyrstu baptista kirkjunni í Winnipeg, dagana 19.—21. Nóvember 1919. pingið verður undir stjórn The Religious Education Council of- Manitoba, sem er nýtt allsherjar félag til efl- ingar kristilegri uppfræðslu, og er Sunnudagsskóla Banda- lagið í Manitoba nú deild í því félagi.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.