Sameiningin - 01.10.1919, Side 28
248
um. 2. Ummyndunin á fjallinu og afmyndunin í dalnum (sjá
Lúk. 9, 37—43). 3. Fjalla-sýnir þeirra þriggja, sem þarna töl-
uðust við: Jesú, Mósesar og Elía.
VIII. LEXÍA — 23. NÓVEMBER.
Jesús leiðréttir þröngsýni Jóhannesar—Lúk. 9, 46—56.
Minnistxeti: Náð og óforgengilegt eðli veitist öllum þeim,
sem elska Drottin vom Jesúm Krist—Ef. 6, 24.
Umræðuefni: Ekta og óekta frjálslyndi. Til hliðsjónar:
Mark. 9, 33—42; 10, 13—16; Matt. 18, 1—35. (1). Hvenær
gjörðust atburðir þessir? Fyrri atburðurinn gjörðist á leiðinni
frá Sesareu Filippí til Kapernaum. Sá síðari skömmu á eftir,
þegar Jesús var á leiðinni til Jerúsalem í gegnum Samaríu.
(2). Hví varð lærisveinuum svo mikið þrætuefni úr þessu, hver
þeirra væri mestur? Jesús var á leið til Jerúsalem. peir
höfðu ekki skilið orð Jesú um það, sem beið hans þar, að öðru
leyti en því, að barátta væri fyrir höndum. Hugðu efalaust, að
nú myndi hann brjótast til ríkis sem jarðneskur Messías — og
þá var sú spurning ekki óeðlileg, hver myndi verða næstur
honum að tign. (3). Hvað sagði Jesús um þetta? Sá, ,sem vill
verða mikill í Guðs ríki, þarf að verða blíður og hógvær eins og
barn; svo hógvær og lítillátur, að hann forsmái ekki smælingj-
ana. (4). Hver voru orð Jesú um manninn, sem læknaði í hans
nafni, en fylgdi þó ekki lærisveinunum? “Bannið það ekki, því
að sá, sem ekki er á móti yður, hann er með yður.” (5). Hvar
var Samaría? í miðju Gyðingalandi, vestan Jórdanar. Júdea
var fyrir sunnan, en Galílea fyrir norðan. (6). Hverjir voru
Samverjar? Afkomendur heiðinna þjóðflokka, sem fluttir voru
inn í landið eftir herleiðing Israelsmanna. Átrúnaður þeirra
var afbökuð Gyðingatrú. (7). Voru Gyðingar vanir að fara í
gegn um Samaríu, þegar þeir fóru norðan úr landi til Jerú-
salem? Nei. Gyðingar og Samverjar hötuðu hverjir aðra.
Gyðingar voru vanir að leggja lykkju á leið sína og fara austur
yfir Jórdan og gegn um Pereu. (8). Hví vildu ekki Samverjar
í þorpi þessu taka á móti Jesú, þegar þeir heyrðu, að hann var
á ferð til Jerúsalem? Eitt þrætuefnið var það, hvort musterí
Drottins ætti að standa í Jerúsalem eða á Gerisíma-fjalli í
Samaríu. Fyrir því vildu Samverjar ekki veita þeim mönnum
nokkra hjálp, sem ætluðu að tilbiðja Guð í Jerúsalem, (9)-