Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 16
236
1. Tendai. Sá flokkur er mjög frjálslyndur. Leyfir
allskonar átrúnað og setur litlar skorður kenningum eða
skoðunum áhangenda sinna. Hindúa-goðin Indra og Brama
standa oftast á stöllum við dyrnar á musterum þess fólks.
Annars er lítið um útlenda guði í Japan. Tendai-menn
leggja meiri áherzlu á verk en átrúnað og heimta meinlæta-
lifnað af áhangendum sínum.
2. Sjingon. pað er nokkurs konar samsteypa Búdda-
trúar og Sjintoisma, sem er hinn upprunalegi átrúnaður
Japansmanna. pessi flokkur á sammerkt með ýmsum öðr-
um flokkum Búddamanna í því, að þeir tilbiðja guðinn
Amida, sem á að hafa verið Búdda sjálfur í nýrri mynd.
Sjingon-menn eru ekki mikið gefnir fyrir meinlætalíf.
3. Zen-sjú. Sá flokkur leggur mikla áherzlu á mein-
læta-lifnað og andlegar hugleiðingar. Áhangendur þess
flokks sitja tímum saman og horfa niður á jörðina, og
stynja ámótlega. Miklum vinsældum hafa Zeu-sjú-menn
náð meðal aðalsins í Japan.
4. Jodo-sjú. Sá flokkur trúir ekki á helgisiði og mein-
læta-líf annara Búddamanna. Sérkredda hans er það, að
menn verði hólpnir með því að ákalla nafn Amida — í sannri
trú — eins oft og þeir geta. Stofnandi þess flokks nefndi
nafn Amida sex-þúsund níu hundruð níutíu og níu sinnum
á dag!
5. Sjin-sjú. Sá flokkur er kominn frá þeim, sem
nefndur var næst á undan. Kennir, að trúin á Amida sé
nægileg til hjálpræðis; það sé verka-réttlætingar-kredda að
hugsa sér, að menn þurfi sýknt og heilagt að staglast á
nafninu. Sjin-sjú flokkurinn er fjölmennastur allra Búdd-
ista-flokka í Japan, og atkvæðamestur.
6. Nitjeren. Sá flokkur byggir kenning sína á heim-
spekilegri algyðistrú. Tilbiður alt og alla. Prestar þess
flokks eru allra Búdda-manna svæsnastir í hatrinu gegn
kristinni trú.
Flokkar þessir eru allir á lífi, og sumir í uppgangi. pað
er því engin hæfa, að Búddatrúin sé dauð eða í andarslitr-
unum. Sjin-sjú er mannflestur, og berst nú fyrir tilveru
sinni með oddi og egg. í Japan eru nú nærfelt 72,000 Búdda-
musteri, og í þeim starfa 111,000 helgiþjónar. Fullur þriðj-
ungur allra Búdda-presta heyra Sjin-sjú flokkinum til.
Búddamenn óttast áhrif kristindómsins, og hafa þó vit
á að stæla verklag kristniboðanna. peir eru farnir að boða