Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.10.1919, Qupperneq 21
241 “Ó, að eg rnætti fara með þig heim í beykiskóginn. pað eru vor- blóm þar, úti í köldum vorvindunum, sem eru að teygja andlitin litlu upp úr þurrum beykilaufunum og brosa af ánægju yfir því, að vera lifandi.” “Nú ert þú að segja mér æfintýr, eins og hitt um kongu- lóarvefinn, sem deplaði augunum. pað geta engin blóm verið úti í þessu hráslagaveðri,” svaraði Miss Bradbury, og það fór ósjálfrátt hrollur um hana, þegar hún sneri sér við og leit út um gluggann á naktar greinarnar, sem börðust fram og aftur í köldum vorvindinum. Jóhanna var rétt að því komin að svara henni, en hætti við það. 1 þess stað fór hún að strjúka mjúklega hárið og ennið á konunni veiku, og að stundarkorni liðnu var hún sofnuð vært, Jóhanna hafði reynt þessa aðferð hvað eftir annað heima hjá * sér, — og enginn hafði kent henni það. pegar Miss Bradbury vaknaði aftur, brosti hún, og brosið hennar var eins og sólskin fyrir hjúkrunarkonuna hennar nýju, því það kom svo oft fyrir, að það lá illa á sjúklingum þegar þeir vöknuðu. Pær fóru undir eins að skrafa saman, og án þess að Jóhanna gjörði sér grein fyrir því, kyntist sjúklingurinn fyrir samtalið bæði því, sem á daga Jóhönnu hafði drifið, og framtíðarvonum hennar. pegar Miss Varney kom inn í her- bergið, tók hún undir eins eftir roðanum á vöngum sjúklingsins og breytingunni, sem orðin var á augnaráðinu, og hún gaut grunsemdaraugum til Jóhönnu á meðan hún var að mæla hit- ann í Miss Bradbury. “Kemur þú ekki til mín aftur á morgun?” spurði Miss Bradbury. En áður en Jóhanna gæti svarað, greip Miss Varney fram í og sagði: “Eg ætla ekki að fara út á morgun.” “Jæja, þá hinn daginn, og það má ekki bregðast,” sagði Miss Bradbury svo einbeittlega, að ekki varð á móti mælt. Jóhönnu þótti vænt um að Miss Varney hafði aftrað því, að hún þyrfti að koma daginn eftir, því þá átti hún sjálf allan seinni part dagsins, og henni hafði dottið nokkuð í hug. sem hún þurfti að nota til allan þann tíma. pað kostaði líka tölu- vert af þeim litlu peningum, sem hún hafði lagt fyrir, en í það sá hún ekki þegar hún hugsaði um það, að konan veika var leið á lífinu og efaðist um að blóm yxu úti á víðavangi, þar sem enginn var til að líta eftir þeim nema Guð einn. Allan þriðjudaginn sá Miss Bradbury ekki Jóhönnu. En eftir hádegi á miðvikudaginn kallaði Miss Flynn á hana og sagði við hana: “pú verður að gæta þín, svo að þú komir sjúk- lingunum ekki í geðshræringu. Miss Varney var ekki allskostar ánægð með þig í fyrradag, þegar þú varst þar í hennar stað.” “Ein yfirsjón enn, sem eg verð að bera ábyrgð á”, hugsaði hún á leiðinni að herbergi Miss Bradbury. “pær eru reyndar orðnar nógu margar fyrir, þó að þetta seinasta bætist ekki við,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.