Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1919, Page 9

Sameiningin - 01.10.1919, Page 9
229 að rætt hafi verið um það með brennandi áhuga, hvernig fyrirkomulagi evangeliskrar lúterskrar kirkju í pýzkalandl skyldi vera háttað. Ekki fanst vestanmönnum, að fundar- menn hefðu enn áttað sig á því, hver bylting hlyti að verða samfara skilnaði ríkis og kirkju, sem ákveðinn er. Mest var um það rætt, hvort kirkjan, er hún verður frjáls, skuli vera: játningum bundin, ellegar játningarlaus “lýðkirkja”. Voru þeir nokkrir á fundinum, sem mæltu með því, að slakað væri til með játningar, svo unt yrði að halda þýzkri alþýðu innan vébanda kirkjunnar og undir áhrifum hennar. Aðrir héldu því fram, að ekkert væri að græða á slíkri tilslökun, og ekki myndi trúarlífi alþýðu betur borgið fyrir það, aö draga nið- ur fána kirkjunnar; þar á móti væri það eitt viturlegt, að halda fast við játningarnar og endurreisa kirkjuna á þeim grundvelli. Sendimennirnir láta í Ijós það álit sitt, að ekki stoði það eitt að stofna játningarlausa lýðkirkju og myndi hún verða að litlu liði, þar sem “Social-demokratar”, sem teljast um 25 miljónir, sé hvort sem er búnir að snúa bak- inu við kirkjunni. Og ekki þykir þeim sú hugmynd fýsileg, að slík stofnun geti komið innan ríkisins í stað kirkjunnar, sem nú verður höggin úr ríkistengslunum. pykir sendi- nefndinni sennilegt, eftir að hafa setið þennan fund kirkju- legra leiðtoga, að ofan á verði það, að endurreist verði óháð kirkja með ákveðnum lúterskum játningum, sem aftur nái. að blómgast í heimalandi siðbótarinnar. Ekki segja sendimenn jafn-mikinn matvælaskort í Leipzig sem í Berlín. Miður fanst þeim þó ánægjulegt, að hlusta á tal manna og lesa í dagblöðum um yfirvofandi byltingu. Drátturinn á því að staðfesta friðarsamningana, tap verzlunarflotans og álögur þær, sem lagðar hafa verið á þjóðina, spá illu um hag fólks á komanda vetri. Matarskort- ur og kolaekla er óttast að geti leitt til svo þungra þrauta, að Spartikan eða Bolshevika-flokkurinn færist svo í aukana, að hann geti steypt stjórninni. Enginn stjórnmálaflokkur í pýzkalandi er enn þeim kröftum gæddur að geta stjórnað og fullnægt kröfum tímans. pað er skylda lútersku kirkjunnar í Vesturheimi, að aðstoða eftir föngum trúbræður sína í hinum löndunum, þar sem er svo mikil andleg og líkamleg neyð. Og gleðilegt er það, hversu vel er af stað farið af hálfu The National Luth- eran Council. — Getum vér íslendingar ekki verið þar með og lagt lítið eitt til þess að seðja og klæða nauðlíðandi trú- bræður vora?

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.